Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Frá Náttúrubarnaskólanum sem er safnfræðsla Sauðfjárseturs á Ströndum.
Frá Náttúrubarnaskólanum sem er safnfræðsla Sauðfjárseturs á Ströndum.
Mynd / Aðsend
Menning 4. mars 2024

Söfn fyrir öll

Höfundur: Dagný Ósk Jónsdóttir, verkefnisstjóri FÍSOS

Á Íslandi er að finna mikinn fjölda safna, setra og sýninga, og er óhætt að segja að viðfangsefni þeirra og nálganir séu svo ólíkar að öll geti fundið eitthvað sem vekur áhuga.

Þá eru þau einnig vel dreifð um landið og öruggt að fullyrða að fólk er sjaldan meira en klukkustund frá næsta safni og oft er raunar mun styttra. Í safnaflórunni á Íslandi má finna náttúruminja-, lista- og minjasöfn. Hlutverk safna er að safna munum, skrá þá og varðveita fyrir komandi kynslóðir, rannsaka og miðla til almennings alls. Stór hluti safnastarfs fer fram bak við tjöldin, en miðlunin er sýnilegi hluti starfsins.

Miðlunin felst meðal annars í sýningargerð og sýningahaldi, miðlun með sýningatextum, pistlum, greinum og bókum, safnfræðslu og fjölbreyttu viðburðahaldi. Söfn hafa þann eiginleika að hægt er að setja efniviðinn fram á fjölbreyttan, áhugaverðan og skapandi hátt og ná þannig til ólíkra hópa.

Í safnfræðslunni er sjónum sérstaklega beint að börnum og söfn víða um land taka á móti skólahópum. Það að heimsækja safn getur auðgað kennslu. Í dag er lögð aukin áhersla á skapandi starf, samþættingu námsgreina og að nemendur séu virkir í þekkingaröflun sinni.

Allt rímar þetta vel við það starf sem fram fer á söfnum. Það er auðvitað skemmtilegt uppbrot að heimsækja safn og skoða það sem þar er að finna og það getur gefið nemendum tækifæri til að sjá og upplifa það sem verið er að stúdera hverju sinni. Á landsbyggðinni er saga byggðarinnar oft sögð á söfnum, hvort sem það er listasaga, jarðfræði og náttúrusaga eða saga og þjóðfræði. Þegar krakkar heimsækja söfn læra þau því oft um leið um umhverfi sitt.

Á söfnum vinna oft sérfræðingar í safnkennslu, sem hafa útbúið fræðsluefni fyrir skólahópa, en það er þó líka hægt að heimsækja söfn á öðrum forsendum og nýta þau á annan hátt. Til dæmis er hægt að vinna áfram margvísleg þemaverkefni út frá safnaheimsóknum.

Við hvetjum kennara og skóla eindregið til að nýta sér safnið í sínu nágrenni!

Skylt efni: söfnin í landinu

Burt með gerviefnin
Líf og starf 21. janúar 2025

Burt með gerviefnin

Stöðugt rakastig jarðvegs tómataræktar á Ítalíu kom skemmtilega á óvart nú á lið...

Gallabuxnafár, grátið við skákborðið og brúðkaup MC
Líf og starf 20. janúar 2025

Gallabuxnafár, grátið við skákborðið og brúðkaup MC

Það ríkti engin lognmolla í skákheiminum á milli jóla og nýárs. Heimsmeistaramót...

Janúar er mánuður briddsins
Líf og starf 17. janúar 2025

Janúar er mánuður briddsins

Fjölmörg briddsmót fóru fram um jólin hér og þar um landið. Sums staðar þóttu br...

Kría – barnapeysa
Líf og starf 17. janúar 2025

Kría – barnapeysa

Peysan er prjónuð úr einföldum Þingborgarlopa og einum þræði af LoveStory saman....

Bústörf yfir hávetur
Líf og starf 15. janúar 2025

Bústörf yfir hávetur

Verkefni bænda halda áfram þrátt fyrir hátíðarhöld og lögbundna frídaga. Hér eru...

Heimabakað brauð
Líf og starf 15. janúar 2025

Heimabakað brauð

Brauðbakstur er merkilega einföld iðja en um leið afskaplega flókin. Hveiti, vat...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 13. janúar 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn stígur gætilega til jarðar þessi fyrstu skref ársins, uppfullur forv...

Stiklað á stóru
Líf og starf 9. janúar 2025

Stiklað á stóru

Bændablaðið kom tuttugu og þrisvar sinnum út árið 2024. Hér eru endurbirtar sjö ...