Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Árhringurinn formlega afhentur. Ólöf Kristín Sigurðardóttir safnstjóri, Hildur Hákonardóttir myndlistarmaður, Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna og Sigrún Inga Hrólfsdóttir sýningarstjóri.
Árhringurinn formlega afhentur. Ólöf Kristín Sigurðardóttir safnstjóri, Hildur Hákonardóttir myndlistarmaður, Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna og Sigrún Inga Hrólfsdóttir sýningarstjóri.
Mynd / Listasafn Reykjavíkur
Menning 25. janúar 2023

Vefnaðarverk að gjöf

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bændasamtök Íslands hafa fært Listasafni Reykjavíkur vefnaðarverk Hildar Hákonardóttur, Árshringinn, að gjöf.

Verkið er eitt af stærstu verkum listakonunnar og verður á meðal þeirra fjölmörgu listaverka sem sýnd verða á umfangsmikilli yfirlitssýningu á verkum Hildar sem opnuð verður á Kjarvalsstöðum 14. janúar.

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir að Konráð Guðmundsson, hótelstjóri á Sögu, hafi keypt verkið af Hildi á sínum tíma. „Verkið samanstóð upphaflega af tólf ofnum teppum og stóðu fyrir gróður jarðar árið um kring og var hugsað sem heild.“

Vigdís segir að verkið hafi lengi verið í geymslu en hafi verið nokkrum sinnum sýnt opinberlega, meðal annars í Kaupmannahöfn árið 2018. „Þegar eigendaskipti urðu á Hótel Sögu nýverið fundust aðeins tíu hlutar verksins og verða þeir færðir Listasafni Reykjavíkur til varanlegrar varðveislu og er verkið fært safninu að gjöf án skilyrða.“

Hver hluti verksins er 202 x 94 sentímetrar og eru tíu hlutar þess færðir listasafninu að gjöf en tveir hlutar hafa glatast.

Sýningin í verkum Hildar ber yfirskriftina Rauður þráður og er afrakstur rannsóknarstöðu við Listasafn Reykjavíkur sem ætlað er að endurskoða hlut kvenna í íslenskri listasögu.

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...