Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
„Röngu flagga öngvu“
Menning 29. maí 2024

„Röngu flagga öngvu“

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Snorra Aðalsteinssyni.

Snorri Aðalsteinsson.

Hann er fæddur árið 1962 og uppalinn á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal og bjó þar fram yfir tvítugsaldur. Segir á bókarkápu að fólkið, umræðan og orðfærið þar hafi orðið honum innblástur til ljóðrænnar hugsunar. Snorri býr á Hornafirði þar sem hann stundaði lengst af veiðar á trillu og var hann m.a. frá árinu 2002 og um allnokkurt skeið formaður Hrollaugs, félags smábátaeigenda á Höfn. Hann starfar hjá Alcoa Fjarðaáli.

„Einveran á miðunum veitti honum gott næði til að hugsa í bundnu máli,“ segir á kápu og jafnframt:

„Þrátt fyrir að næðið sé minna nú, halda ljóðin áfram að verða til. Sum þessara ljóða litu ekki dagsins ljós fyrr en Ragnar Ingi, frændi hans frá Vaðbrekku, togaði þau upp úr skúffunni og hvatti til útgáfu.“

Ljóðabókin Gullvör kom út árið 2022 og er höfundur útgefandi. Bókin er 85 síður og skiptist í nokkra kafla: Ljóð og lausavísur, Engilsaxnesku og Af hagyrðingamótum.

Páskareið

Um bljúga bænadaga,
í blíðu er gott að ríða.
Blanda geði glöðu,
góðhesta í stóði.

Taka klár til kosta,
kaupa hross á hlaupum.
Staldra við um stundu,
stelast ögn í pelann.
Þeysa mikinn þjónar
þarfir, Örn og Narfi.

Í vekurð jafnt sem vilja,
vaxandi er Axel.
Reglumenn í reiðum,
röngu flagga öngvu.
Helgisvip þeir hafa,
heitra bæna leita.

Varhug ber í vegi,
varnir bresta atarna.
Magga ríður meri,
mátuleg í látum.

Hryssa ei klára hrífur,
hrelldar sinar geldings.
Rjóðir sig knapar ræskja,
rísa hátt og frísa.

Gullvör, ljóð, bls. 56.

Staða harmonikunnar sterk
Líf og starf 30. desember 2024

Staða harmonikunnar sterk

Félag harmonikuunnenda í Reykjavík heldur úti starfi fyrir harmonikuunnendur, sa...

Nýr heimsmeistari í skák
Líf og starf 30. desember 2024

Nýr heimsmeistari í skák

Nýr heimsmeistari í skák var krýndur 12. desember síðastliðinn. Hann heitir Domm...

Ungfrúr Snæfells- og Hnappadalssýslu
Líf og starf 27. desember 2024

Ungfrúr Snæfells- og Hnappadalssýslu

Á seinni hluta nítjándu aldar hófu kvenfélög að stinga upp kolllinum hérlendis, ...

Jólin komu snemma fyrir norðan
Líf og starf 27. desember 2024

Jólin komu snemma fyrir norðan

Það mátti greina spennu og tilhlökkun í augum Þingeyings sem óðamála sagði umsjó...

Sinn er siður í landi hverju
Líf og starf 27. desember 2024

Sinn er siður í landi hverju

Líkt og Íslendingar eiga Grænlendingar og Færeyingar sér sterkar jólahefðir sem ...

Ár umbreytinga og innsæis
Líf og starf 27. desember 2024

Ár umbreytinga og innsæis

Eins og siður er kastaði völva Bændablaðsins beinum sínum og opnaði fyrir flæði ...

Hvað er í jólamatinn og af hverju?
Líf og starf 23. desember 2024

Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Spurning dagsins: Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...