Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Enn um veiruskitu
Á faglegum nótum 27. janúar 2023

Enn um veiruskitu

Höfundur: Sigurbjörg Ólöf Bergsdóttir, sérgreinadýralæknir nautgripa og sauðfjár hjá Matvælastofnun.

Veiruskita er bráðsmitandi sjúkdómur í nautgripum sem orsakast af kórónaveiru (bovine coronavirus, BCoV).

Mótefnamæl­ingar hafa sýnt að sýking er mjög algeng í mjólkur­kúahjörðum hér­lendis og blossar veikin upp á mismunandi svæðum á landinu nokkuð reglulega. Gengur nú alvarleg bylgja yfir í Eyjafirði.

Sjúkdómurinn smitast með saur og slími frá nösum. Smit berst mjög auðveldlega með fólki, dýrum og ýmsum hlutum, s.s. skófatnaði, múlum, fatnaði, tækjum, bifreiðum o.s.frv. Oftast smitast allir næmir gripir á búinu á nokkrum dögum og sjúkdómurinn gengur yfir á einni til tveimur vikum.

Meðgöngutíminn er yfirleitt 2­8 dagar, en getur í einstökum tilfellum verið lengri. Gripir veikjast mismikið og eru gripir í kringum burð og gripir í hárri nyt líklegastir til þess að veikjast mikið. Gripir skila frá sér smitefni frá því 2 dögum fyrir sýnileg einkenni og í allt að 3 vikur frá því einkenni sjást. Þekkt er að sumir gripir verða krónískir smitberar sem skila frá sér smitefni óreglulega í fleiri vikur.

Mikilvægt er að bændur efli sóttvarnir á búum sínum, dragi úr flutningi gripa og tækja milli búa og lágmarki umgengni utanaðkomandi fólks. Nota ætti hlífðarfatnað og stígvél búsins eða einnota skó­/ stígvélahlífar. Tæki sem notuð eru á búinu þarf að þrífa og sótthreinsa, áður en þau eru notuð á öðrum búum.

Nauðsynlegt er að kýrnar hafi góðan aðgang að drykkjarvatni og salti. Gott er að vatnið sé ekki ískalt, heldur ca 10 °C. Vökvameðferð, ýmist í æð eða um munn, getur reynst nauðsynleg til þess að koma í veg fyrir ofþornun. Vakta þarf kýr sem veikjast í kringum burð og bregðast strax við doðaeinkennum. Einnig þarf að vera vel vakandi gagnvart byrjunareinkennum júgurbólgu og annarra bakteríusýkinga.

Sums staðar erlendis þar sem þessi veira veldur alvarlegum einkennum og miklu tjóni (t.d. miklum kálfadauða) eru bóluefni notuð en virkni þeirra er takmörkuð og ekki langvarandi. Enn sem komið er eru engin virk bóluefni til við veiruskitu, auk þess sem þekking okkar á stofnafjölbreytileika er takmörkuð.

Virkar smitvarnir, hreinlæti og aðgerðir til að draga úr smitdreifingu og magni á búunum þegar veiruskita er í gangi eru sterkustu vopnin.

 

Skylt efni: veiruskita

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...