Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hjólað í vinnuna
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 23. maí 2019

Hjólað í vinnuna

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Nú stendur yfir átakið Hjólað í vinnuna, dagana 8. til 28. maí, sem Íþrótta- og ólympíusamband Íslands hefur staðið fyrir síðan 2003. Fyrsta árið stóð þessi keppnisleikur í 5 daga og voru liðin það ár 71 og hjóluðu samtals 16 hringi kringum landið. Metfjöldi keppendaliða var árið 2011, þegar 694 lið tóku þátt og hjóluðu samtals 620 hringi í kringum landið á 15 dögum. Árið 2010 tók undirritaður þátt með því að prófa þrjú ný hjól og bar saman við eitt gamalt, árgerð 1939. Nýju hjólin voru fengin hjá reiðhjólaversluninni Erninum, en gamla hjólið er mitt. 
 
Skemmst er frá því að segja að ég var ekki í neinu formi til að hjóla og átti í stökustu vandræðum með að klára hverja ferð fyrir sig. Í ár eru dagarnir í keppnisátakinu 20 talsins og hafa aldrei verið svona margir. Ekki stendur til hjá mér að taka þátt í ár enda er ástandið á mínum skrokk síst betra í dag, níu árum eftir að ég prófaði síðast reiðhjól, að hjóla undir eigin afli tel ég mig ekki máttugan, en nú er komið mikið af rafmagnshjólum sem hjálpa orkulitlum mönnum eins og mér og gæti ég vel hugsað mér að prófa svona „reiðhjól“.
 
Hjólið sem mér var boðið að prófa og ég kýs að kalla „Fat-bike“.
 
Starfsmenn Orkuveitunnar duglegir að hjóla
 
Næsta hús við vinnustað minn er hús Orkuveitunnar, mikið af farartækjum Orkuveitunnar eru vistvæn, rafmagnsbílar, metanbílar og vetnisbílar. Starfsfólk Orkuveitunnar eru margir og mikill hluti þeirra koma allt árið í öllum veðrum um mislangan veg til vinnu hjólandi. Hjólin þeirra eru líka mismunandi, allt frá mótorhjólum niður í hefðbundin reiðhjól.
 
Mjög margir starfsmenn Orkuveitunnar eru á rafmagnshjólum og þessi rafmagnshjól þeirra eru ekkert venjuleg og fannst mér full ástæða að taka nokkra þeirra tali og kynna mér betur hjólamenningu þeirra. Í sameiningu hafa starfsmennirnir hjálpast að við innflutning á hjólunum sem flest koma frá Kína.
Vel hugsað um hjólandi starfsmenn Orkuveitunnar
 
Þeim starfsmönnum Orkuveitunnar, sem ekki eiga reiðhjól eða rafmagnshjól, býðst lán hjá Orkuveitunni sem er allt að 150.000 og kallast „Samgöngulán“. Endurgreiðsla lánsins er þannig að dregin eru 7.000 kr. mánaðarlega af launum þeirra, en ef starfsmaðurinn mætir alltaf á hjólinu til vinnu og stimplar sig inn í læsta hjólageymslu starfsmanna, fær starfsmaðurinn bónus á launin sín sem kallast „Samgöngustyrkur“ og er að upphæð 7.000 mánaðarlega. Þetta gerir það að í raun fær starfsmaðurinn 7.000 króna launauppbót mánaðarlega til að borga af láninu 7.000 krónur.Sniðugt lán sem mætti vera hjá fleiri lánastofnunum. 
Aðstaða fyrir hjólin er mjög góð hjá Orkuveitunni, lokuð geymsla fyrir verðmæt hjólin, viðgerðaraðstaða og þvottaaðstaða eru við hlið hjólageymslunnar og allir geta hlaðið rafmagnshjólin sín meðan þeir vinna.
Golfhjól á um 300.000
 
Halldór V. Geirsson á „rafmagns­vespu“ sem lítur út eins og ofvaxið hlaupahjól með sæti. Hann býr í vesturbæ Kópavogs og hjólar á rafmagnsvespunni sinni daglega til vinnu. Halldór, sem flestir kalla „Dós“, segist vera fljótari eftir reiðhjólastígunum á rafmagnsvespunni í vinnuna úr vesturbæ Kópavogs heldur en á bíl. 
 
Hjólreiðastígakerfið og göngu­stígar á minni leið til og frá vinnu eru mjög hentug, bein og fín tiltölulega fljótfarin leið. Hún er um 10 km hvor leið, sem tekur um 10 mín. að fara á hjólinu, en sé farin sama leið á bíl tekur það um fimm mínútum lengri tíma á mesta annatíma. Halldór notar þetta sama hjól sem „golfbíl“, eða öllu heldur golfhjól. Er festing fyrir golfpokann á vinstri hliðinni. Þegar er stoppað virkar botninn á golfpokanum í raun sem standari á hjólinu. Golfvöllurinn skemmist heldur ekkert af standaranum fyrir vikið.
 
Belgmikil dekk með mikla fjöðrun
 
Þórður Jakobsson og Hörður Eyþórsson nota hjól sem kölluð eru „Fat-bike“ reiðhjól með venjulegum fótstigum og rafmagnsmótor sem hjálpar, en dekkin eru mjög belgmikil.
 
Hörður hjólaði í allan vetur til og frá vinnu ef ekki var hálka þar sem eð hann á ekki nagladekk.
Þórður notaði hjólið í öllum veðrum í allan vetur enda á vel negldum dekkjum, með góð ljós á hjólinu. Hann var líka áberandi vel klæddur í sýnileikafatnaði og var hreint aðdáunarvert að sjá eljuna í honum í öllu þessu dæmigerða misjafna íslenska veðri. Persónulega fannst mér Þórður bera af í sýnileika af hjólandi starfsmönnum Orkuveitunnar sem hjóluðu framhjá mínum vinnustað á leið í og úr vinnu.
 
Mér bauðst að prófa svona „Fat-bike“ eins og Þórður og Hörður eiga. Það kom mér á óvart hversu krafturinn í rafmagnsmótornum var mikill og einnig hvað það virtist lítið mál að fara upp á kantsteina og holur án þess að finna mikið fyrir því. Eftir þessa litlu prufu væri ég alveg til í að eiga eitt svona hjól til að leika mér á.
„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...