Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hrútaskráin 2020
Á faglegum nótum 1. desember 2020

Hrútaskráin 2020

Höfundur: Eyþór Einarsson ráðunautur búfjárræktar- og þjónustusviðs RML

Gert er ráð fyrir að hrútaskráin komi út í lok þessarar viku [47. viku].  Í hefðbundnu árferði myndi útgáfunni vera fylgt eftir með kynningarfundum víðsvegar um landið af Búnaðarsamböndunum og RML.  Í ljósi samkomutakmarkana verður ekki hægt að bjóða upp á þessa fundi í ár.  Í staðinn verður tekin upp kynning á hrútunum sem verður aðgengileg á netinu.  

Þá verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af hrútaskránni að vanda.  Dreifing á þessu merka riti verður síðan, líkt og verið hefur, í höndum Búnaðarsambandanna sem leysa hana hvert með sínum hætti. 

Spennandi hrútakostur

Skráin inniheldur umfjöllun um 47 hrúta.  Þar af eru 28 hyrndir, 14 kollóttir, 1 ferhyndur, 2 feldhrútar og 2 forystuhrútar.  Þarna má finna marga kostagripi.  Sjaldan hafa verið fleiri hrútar jafn öflugir fyrir gerð en nú eru 17 hrútar sem hafa 120 stig eða meiri í kynbótamati fyrir gerð.  Á síðasta ári voru þeir 7.  Efstur fyrir þennan eiginleika stendur núna Kostur 19849 frá YtriSkógum með 137 stig.  Hann er nýr á stöð og er hann jafnframt með lítið næma arfgerð gegn riðusmiti.  Næstir koma þeir Muninn 16840 frá YstaHvammi með 134 stig og Börkur 17842 frá Kjalvararstöðum með 132 stig. Þar á eftir kemur ferhyrndi hrúturinn Satúrnus 17843 frá Sandfellshaga 2 en óhætt er að fullyrða að aldrei hefur verið á sæðingastöð ferhyrndur hrútur svo sterkur gagnvart gerð.  Þá er mikil breidd í hrútakostinum gagnvart fitusöfnun, en þar standa hrútarnir með kynbótamat á bilinu 91 til 122.  Fitan er eiginleiki sem er bestur á ákveðnu bili og er það misjafnt milli hjarða hvernig staðan er í þeim eiginleika. Gott er að hafa í huga að þeir hrútar sem eru með hátt kynbótamat fyrir fitu henta jafnan best þar sem vænleiki er góður.   Afkvæmi þeirra búa oft yfir mikilli vaxtargetu og lömbin þola að þyngjast tiltölulega mikið án þess að fitna óhóflega.

Af ærfeðrum

Flestir hrútarnir eru líklegir til að gefa dætur sem eru frjósamar í meðallagi eða meira.  Öflugustu hrútarnir gagnvart frjósemi samkvæmt kynbótamati eru þeir Blossi 16837 frá Teigi, sem stendur efstur fyrir þann eiginleika með 124 stig og Móri 13982 frá Bæ með 120 stig sem er þá efstur af þeim hrútum sem komnir eru með dætrareynslu í gegnum sæðingar.  Þá eru þeir mjög efnilegir Mjölnir 13828 frá EfriFitjum, Viddi 16820 frá FremriGufudal og Glámur 16825 frá Svartárkoti, allir með yfir 115 stig fyrir frjósemi.  

Margir hrútar eru með gott kynbótamat fyrir mjólkurlagni.  Rétt er að árétta hér að mjög mismiklar upplýsingar liggja á bakvið matið, á flestum yngri hrútunum er um hreina spá að ræða.  Því skulu menn ekki hræðast um of þá gripi sem eru óreyndir þó kynbótamat þeirra sé ekki hátt fyrir mjólkurlagni eða frjósemi.  Hluti af hrútunum er hinsvegar orðnir nokkuð reyndir ærfeður og mat þeirra því býsna traust.  Móri 13982 er þar á toppnum með 119 stig og mikla reynslu.  Þá koma þrír nýjir hrútar á stöð sem allir eru valdir sem reyndir ærfeður og standa allir í 117 stigum fyrir mjólkurlagni.  Það eru þeir Blossi 16837 frá Teigi, Sammi 16841 frá Þóroddsstöðum og Dólgur 14836 frá Víðikeri.  Í Fjárvís.is er síðan hægt að fylgjast með hvernig dætur stöðvahrútanna eru að reynast en skýrslan „Sæðishrútar – ærfeður“ uppfærist í hvert skipti sem skilað er uppgjöri frá búum þar sem dætur sæðingastöðvahrútanna er að finna.

Allir grunnlitir í boði

Ágætur litafjölbreytileiki er í boði á stöðvunum.  Móir 13982 er áfram í boði en auk hans eru tveir kollóttir mislitir hrútar sem báðir eru nýjir á stöð. Það er móflekkóttur hrútur frá Hjarðarfelli, Vöttur 15850 og grár hrútur, Bikar 17852 frá Reykjum. 

Hreinhvítir hyrndir hrútar hafa oft verið af skornum skammti en nú verða þeir 5 talsins.  Þá verða tveir gráir hyrndir hrútar en auk Breka 16824 frá Skálholtsvík kom grár hrútur frá Hesti inn á stöð í haust, Austri 19847.  Einn gráfelkkóttur hrútur er í boði, en það er Glámur 16825 sem hefur nú sinn annan vetur á stöð.  Tveir nýjir litaðir hrútar koma frá Þóroddsstöðum.  Það eru þeir Sammi 16841, svartur að lit og Kappi 16839 sem er mórauður.  Þá eru margir hrútar sem geta gefið liti þó þeir séu sjálfir hvítir að lit og líklega hafa aldrei verið fleiri stöðvarhrútar sem bera erfðavísi fyrir mórauða litnum.

Að lokum skal nefna að nýr feldhrútur var fenginn á stöðvarnar, Melkollur  18859 frá Hárlaugsstöðum og nýr forystuhrútur er Kjartan 16860 frá Gunnarsstöðum.  Öflugur og fjölbreyttur hrútakostur verður í því í boði á sæðingastöðvunum í vetur sem vonandi fær góðar viðtökur sauðfjárræktenda.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...