Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hýasinta dregur nafn sitt af gríska guðinum Hyasintus.
Hýasinta dregur nafn sitt af gríska guðinum Hyasintus.
Á faglegum nótum 13. desember 2019

Hýasinta – Goðalilja

Höfundur: Linda María Traustadóttir

Nú þegar jólamánuðurinn er hafinn eru margir farnir að huga að jólaundirbúningi. Eitt helsta jólablómið sem við þekkjum er hýasinta (Hyacinthus orientalis), sem nefnist goðalilja á íslensku. Hýasintan er ilmsterk og er ilmur hennar gjarnan tengdur við jólin.

Hýasintur eiga náttúruleg heimkynni í Litlu-Asíu þar sem samsvarar Asíuhluta Tyrklands. Þekktasta tegundin barst til Hollands í kringum 1550 og náði fljótt útbreiðslu í Evrópu sem garðplanta. Hýasintur mynda allstóran lauk með stökk, dökkleit hlífðarblöð. Laukarnir eru taldir eitraðir en þeir innihalda mikið af oxalsýru. Fullvaxin eru blöðin ljósgræn, 15-30 sentimetra löng og svipa til þykkblöðunga.

Blóm hýasinta geta verið bleik, blá, hvít, rauð eða fjólublá.

Blómstilkurinn vex uppúr miðjum lauknum, um 20-30 sentimetra langur og á honum vex blómskipan með fjöldamörgum blómum. Þau  geta verið bleik, blá, hvít, rauð eða fjólublá en bleikur litur er sá vinsælasti.

Hýasinta getur staðið stök í vasa en á aðventunni er hún gjarnan höfð í vasa eða potti með fallegum jólaskreytingum.

Ræktunarferli

Þó svo að hýasintur séu aðeins algengar hér á landi yfir jólatímann eru þær í boði fram á vor erlendis og eru vinsælar í görðum, en almennt blómstra þær í mars-apríl. Til að laukarnir verði tilbúnir til blómgunar um jólin hjá okkur þarf að hraða þroskunarferlinu. Laukarnir eru framleiddir þar sem hægt er að hefja ræktunina snemma og myndast blómvísarnir inni í lauknuum á meðan þeir þroskast á akrinum. Laukarnir eru teknir upp seinnipart júní eða nokkru síðar. Á því stigi er blómmyndun inni í lauknum hafin en ekki að fullu lokið og þurfa laukarnir því viðbótar kælimeðhöndlun til að blóm- og blaðvísar nái fullum þroska.

Hýasintur eiga náttúruleg heimkynni í Litlu-Asíu þar sem samsvarar Asíuhluta Tyrklands.

Laukarnir koma svo í íslenskar gróðrarstöðvar í september. Garðyrkjubændur koma þeim fyrir í pottum sem raðað er í kassa og þeir kældir áfram í 10-13 vikur. Um miðjan nóvember er byrjað að taka fyrstu laukakassana í gróðurhús en þar hefst vöxtur blaða og blóma, í birtu og yl. Dvölin í gróðurhúsinu er aðeins um 12-17 dagar og sölutímabilið er stutt. Hýasinturnar eru söluhæfar þegar farið er að glitta í litina á blómunum.

Má ekki standa í vatni

Algengt er að hafa hýasintulaukana í sérstökum glervösum þar sem þeim er tyllt í vasann en ekki látnir standa í vatni. Þá eru vasarnir gjarnan belgmiklir að neðan, þrengjast rétt ofan við miðju og opnast svo efst. Vatn skal fylla upp að þrengingunni svo að vatnið nái upp að neðri hluta lauksins. Ræturnar ná niður í vatnið en laukurinn sjálfur helst þurr. Liggi vatn að lauknum getur hann fúnað. Sé þess konar glervasi ekki notaður skal passa að aðeins sé vökvað á skálina undir lauknum eða í moldina, en ekki yfir blóm og blöð. Þegar hýasintan er komin inn á heimili við stofuhita þroskast blómin hratt. Einkennandi ilmurinn er sterkur í fyrstu en dofnar þegar blómin eru fullþroskuð. Hýasintur geymast mun lengur ef hægt er að velja þeim svalan stað.

Nefnd í höfuðið á grískum guð

Hýasinta dregur nafn sitt af gríska prinsinum Hyasintus. Samkvæmt grískum goðsögum kenndi guðinn Apollo Hyasinthusi kringlukast. Apollo kastaði fyrst og náði glæsilegu kasti upp í himininn. En er Hyasinthus ætlaði að reyna að ná jafn glæsilegu kasti lenti kringla hans í jörðinni og kastaðist til baka í hann, sem varð honum að falli. Upp af blóði Hyasintusar uxu þessi blóm sem síðan eru við hann kennd.

Hýasintur eru algengar hér á landi yfir jólatímann en í boði fram á vor erlendis.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...