Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Kostnaður við gróffóðuröflun
Á faglegum nótum 25. júní 2015

Kostnaður við gróffóðuröflun

Höfundur: Unnsteinn Snorri Snorrason
Senn líður að því að heyskapur hefjist (er reyndar hafin hjá einhverjum þegar þessi grein birtist). Kalt vor hefur seinkað grassprettu verulega. Tún hafa hins vegar tekið vel við sér eftir hlýindi undanfarinna daga. 
Í þessari grein ætla ég að fjalla um kostnað við gróffóðuröflun. Við leggjum auðvita megináherslu að afla fóðurs af því magni og gæðum sem við þurfum. En hvað kostar gróffóðrið? Eða kannski frekar: Hvað má gróffóðrið kosta?
 
Kostnaðarliðir
 
RML hefur nú um nokkurt skeið unnið að því að gera einfalt reiknilíkan til þess að meta gróffóðurkostnað. Líkanið er fyrst og fremst hugsað sem verkfæri við ráðgjöf. Með tíð og tíma verður hluti þess vonandi aðgengilegur á heimasíður RML. Smíði á þessu líkani er hluti af verkefni sem hefur það að markmiði að bæta ráðgjöf varðandi gróffóðuröflun og þá ekki síst varðandi kostnað við gróffóðuröflun. Verkefnið er fjármagnað af RML með styrk úr fagfé nautgriparæktarinnar og sauðfjárræktarinnar. Ætlunin er að hefja þessa ráðgjöf í haust og verður hún kynnt nánar þegar nær dregur. 
 
Gróffóðurlíkan RML er notað til að meta kostnað út frá gefnum forsendum á ákveðnu verðbili. Notað er verðbil til að undirstrika þann breytileika sem við sjáum í kostnaði milli búa (og reyndar líka innan búa). Þegar hver og einn setur sínar forsendur inn í líkanið fær hann út nákvæmari niðurstöðu enda byggja þær niðurstöður á þekktum forsendum.
 
Í gróffóðurlíkani RML er gróffóðurkostnaði skipt upp í 5 mismunandi kostnaðarliði. Þá má sjá í töflunni hér að neðan. Ekki verður farið við þetta tækifæri nánar í forsendur sem liggja að baki einstakra kostnaðarliða. Hver kostnaðarliður er samsettur úr einum eða fleiri kostnaðarþáttum. Að baki hverjum kostnaðarþætti liggja síðan forsendur sem hægt er að breyta.
 
Ræktunarland
 
Undir þennan kostnaðarlið fellur allur kostnaður sem telst til eignarhalds á landinu. Hér getur hvort sem er verið um að ræða beina leigu á landi eða kostnað vegna fjármagns sem bundið er í ræktunarlandinu og viðhald þess. Undir kostnaðarliðnum ræktunarland er líka kostnaður vegna framræslu og girðinga.
 
Áburður o.fl.
 
Þetta er stærsti einstaki kostnaðarliður við gróffóðuröflun. Kostnaður við sjálfa áburðardreifinguna er hluti af áburðarkostnaði. Hér er líka sá kostnaður sem fellur til við dreifingu á búfjáráburði, endurræktun og kölkun. 
 
Vélavinna
 
Undir kostnaðarliðinn vélavinnu falla kostnaðarþættirnir sláttur, snúningur og rakstur. Þessir kostnaðarþættir eru hér teknir í sér kostnaðarlið til þess að geta greint í sundur mismunandi aðferðir við gróffóðuröflun (rúllur, stæðuverkun o.fl). Í hverjum kostnaðarþætti er gert ráð fyrir kostnaði vegna heyvinnuvélar, dráttarvélar og ökumanns.
 
Rúllubinding o.fl.
 
Undir þennan kostnaðarlið fellur kostnaður við rúllubindinguna, íblöndunarefni ef það á við, net og rúlluplast. Í líkaninu er einnig hægt að meta kostnað við stæðuverkun þótt það sé ekki sýnt hér.
 
Flutningar
 
Í líkaninu er hafður sérstakur kostnaðarliður fyrir flutninga á fóðri. Það verður sífellt algengara, með stækkandi búum, að tún í nokkurri fjarlægð eru tekin á leigu. Þessi flutningar geta verið nokkuð kostnaðarsamir og því veruleg þörf á því að taka tillit til þess. Á myndinni hér að neðan má sjá einfaldan samanburð á kostnaði við flutning á rúllum. Hér er gott dæmi um það hvernig líkanið nýtist við að bera saman ólíkar forsendur t.d. í þessu tilviki ef ætlunin væri að fjárfesta í stærri rúlluvagn.
 
Niðurstöður
 
Samkvæmt þeim forsendum sem settar eru inn í líkanið er kostnaður við gróffóðuröflun metinn á bilinu 38–59 kr. kg þurrefnis. Athugið að hér er alls ekki verið að setja fram leiðbeinandi verð á gróffóðri. Þó má gera ráð fyrir að stærsti hluti gróffóðurs sem framleitt er á Íslandi sé innan þessa verðbils og án vafa hluti ofan þess (því miður). Kostnaður á rúllubagga er oft það einingaverð sem bændur nota við viðskipti með gróffóður og því er sýnt í töflu einingakostnaður í kr/rúllu. Í þessum forsendum kostar rúllan á bilinu 10.500–16.500kr. Hér er þá miðað við rúllubagga sem er 619 kg. Þurrefnið er 45%, Rúmþyngd 162 kg þ.e. / m3. Því eru í rúllunni 279 kg þurrefnis. 
 
Meginmarkmið þess að útbúa svona líkan er að auðvelda okkur að skilja annars vegar samsetningu kostnaðar og hvernig kostnaðurinn hagar sér út frá breytingum á forsendum. Þetta líkan er öflugt verkfæri sem hægt er að nýta við ráðgjöf t.d. varðandi fjárfestingu í búvélum eða heildstæða skipulagningu á gróffóðuröflun. 
 
Við höfum í dag engar upplýsingar um kostnað við gróffóðuröflun á Íslandi. Á ráðstefnu sem haldin var í Noregi fyrr á þessu ári kom fram að kostnaður við gróffóðuröflun þar í landi hefur aukist um 30–40% á síðustu 8–10 árum. Niðurstöður norskra búreikninga sýna gífurlega mikinn breytileika í gróffóðurkostnað (kostnaður liggur á bilinu 3–5 NOK krónur / FEm sem er á bilinu 45–70 ÍSL krónur / FEm). Í sumum tilvikum er einingakostnaður gróffóðurs (kr/FEm) hærri en einingakostnaður kjarnfóðurs. Hvað skyldi þitt gróffóður kosta?

6 myndir:

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...