Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Bændur eiga kost á því að fá styrk út á afkvæmarannsóknir til að koma á móts við kostnað við ómmælingar.
Bændur eiga kost á því að fá styrk út á afkvæmarannsóknir til að koma á móts við kostnað við ómmælingar.
Mynd / Jón Eiríksson
Á faglegum nótum 30. júlí 2019

Lambadómar 2019 – munið að panta fyrir 15. ágúst

Höfundur: Eyþór Einarsson og Árni B. Bragason
Lambadómar eru ein af grunn­stoðum í ræktunarstarfi sauðfjár­ræktarinnar. Dómarnir nýtast við val á ásetningi, söfnun upplýsinga um afkvæmi sæðingastöðvahrúta og við afkvæmaprófanir á hrútum.   Hér verður farið yfir nokkur praktísk atriði varðandi framkvæmdina í haust.
 
Pöntunarfyrirkomulagið er með svipuðu sniði og áður.  Pantað er í gegnum heimasíðu RML (www.rml.is).  Miðað er við að þær pantanir sem berast fyrir 15. ágúst séu forgangspantanir.  Því verður dagskrá haustsins unnin út frá þeim pöntunum sem koma fyrir þennan dag.  Gert er ráð fyrir að skoðunum sé almennt lokið 18. október.  Ef óskir eru um skoðun eftir þann tíma þarf að semja um það sérstaklega við skipuleggjendur á viðkomandi svæðum.  Gjaldtaka fyrir lambadóma fylgir almennri gjaldskrá RML.  Komugjald er 6.500 kr. og tímagjald pr. starfsmann er 8.000 kr/klst, hvorutveggja verð án vsk.
 
Afkvæmarannsóknir
 
Bændur eiga kost á því að fá styrk út á afkvæmarannsóknir til að koma á móts við kostnað við ómmælingar. Kröfur um styrkhæfa afkvæmarannsókn eru þær sömu og á síðasta ári.  Í samanburði þurfa að vera a.m.k. 5 hrútar og þar af að lágmarki 4 veturgamlir (hrútar fæddir 2018). Áætlaður styrkur út á hvern veturgamlan hrút er 5.000 kr. Ómmældu lömbin þurfa öll að vera af sama kyni, að lágmarki 8 afkvæmi undan hverjum hrút. Hver hrútur þarf síðan að eiga a.m.k. 15 afkvæmi með kjötmatsupplýsingar. Sótt er um styrkinn með því að senda tölvupóst á ee@rml.is og tilkynna að búið sé að ganga frá afkvæmarannsókn í Fjárvís.is.
 
/Eyþór Einarsson og Árni B. Bragason
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
 
„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...