Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Drangi 17-664 frá Efri-Fitjum er hæst stigaði lambhrútur landsins haustið 2017 með 91 stig.
Drangi 17-664 frá Efri-Fitjum er hæst stigaði lambhrútur landsins haustið 2017 með 91 stig.
Á faglegum nótum 18. desember 2017

Lömbin væn en fitulítil

Höfundur: Eyþór Einarsson, ábyrgðarmaður í sauðfjárrækt hjá RML
Náttúrulegar aðstæður hafa verið hliðhollar bændum nú síðastliðin tvö ár, þó því miður sé ekki hægt að segja það sama um aðstæður á lambakjötsmörkuðum. Víða um land var mjög gott og áfallalaust tíðarfar frá síðasta vori og fram yfir sláturtíð. Niðurstaðan endurspeglast í næstmesta vænleika sem hér hefur verið, lítilli fitu og góðri vöðvafyllingu.
 
Meðaltöl dóma og kjötmats
 
Samkvæmt skráningum í Fjárvís.is (1.des 2017) voru skoðaðir 12.415 lambhrútar og 46.061 gimbur sem hlutu gildan dóm í haust. Þetta er aðeins minna umfang en undanfarin haust og er samdrátturinn aðallega í gimbraskoðunum. Hrútunum fækkar um tæplega þúsund gripi en gimbrunum rétt um 14 þúsund. Dæmdir gripir eiga uppruna nú á 800 búum en í fyrra voru þau rétt um 900. Samdráttinn má sjálfsagt að stóru leyti rekja til þess fyrirsjáanlega tekjutaps sem blasti við mönnum í haust. Langflestir hafa þó látið skoða hrútlömbin áfram enda er mikilvægast fyrir bændur og ræktunarstarfið í heild að hvergi sé gefið eftir í því.
 
Meðal lambhrúturinn í ár vó 47,7 kg með bakvöðva upp á 30,1 mm og 3,1 mm fituþykkt. Lærastigin voru 17,7 að jafnaði og heildarstigin 84,3.  Þykkasti bakvöðvinn mældist 45 mm í hrútlambi á Mýrum 2 undan Dreka 13-953 en það voru 60 lömb sem mældust með 40 mm vöðva eða meira í haust. Samanborið við fyrra ár eru hrútlömbin 400 g léttari nú, en þetta er þó næstþyngsti hópur sem komið hefur til skoðunar eftir að ómmælingar urðu svo almennar. Bakvöðvinn og lærastigin eru nákvæmlega þau sömu, fitan 0,2 mm minni og heildarstigin 0,2 stigum hærri. Þetta er í fullu samræmi við niðurstöður kjötmatsins, en gerðin í haust var 8,98, sem er 0,01 stigi hærra en árið áður. Fitan er 6,28 sem er sú minnsta frá því árið 1999, þá við talsvert minni fallþunga (15 kg). Meðalfallþunginn var 16,41 kg og líkt og áður hefur komið fram er þetta næsthæsta meðalvigt sem verið hefur á landinu. Hér er miðað við tölur frá MAST fyrir allt innlagt lambakjöt.  
 
Húnvetnskir hrútar á toppnum
 
Þrír hæst stiguðu lambhrútar landsins, samkvæmt Fjárvís.is, eiga það allir sameiginlegt að vera úr Vestur-Húnavatnssýslu og rekja ættir til Runna 11-014 frá Syðri-Urriðaá. Efstur stend­ur hrútur númer 159 frá Efri-Fitjum í Fitjárdal sem hlotið hefur nafnið Drangi. Hann hlaut 91 stig. Faðir hans er Klettur 13-962 frá Borgarfelli og móðurfaðir er Einir 12-666 sonur Runna 11-014.  Annar í röðinni er hrútur frá Syðri-Urriðá númer 158 með 90,5 stig.  Faðir hans er Klaki 16-011 sonur Kalda 12-950 frá Oddsstöðum. Móðurfaðir er Rósi 12-018 sonur Runna 11-014 frá sama bæ. Þriðji hrúturinn í röðinni er lamb númer 1258 frá Mýrum 2, Hrútafirði. Hann er einnig með 90,5 stig en raðast lægra og er það bakvöðvaþykkt­in sem skilur á milli. Engu að síður er hann með svellþykkan vöðva eða 39 mm. Þessi hrútur hefur hlotið nafnið Ebbi. Faðir hans er Runnasonurinn Bergur 13-961 frá Bergsstöðum í Miðfirði.  Rekja má ættir hans í Bergsstaði á Vatnsnesi bæði í föður og móður ætt en móðurföðurfaðir hans er Gotti 05-804.
 
Í töflu 1 er að finna lista yfir 5 efstu lambhrúta í hverju héraði.  Hrútunum er raðað að venju samkvæmt heildarstigum, síðan samkvæmt samanlögðum stigum fyrir frampart, bak, malir og læri. Séu einhverjir hrútar enn jafnir sker bakvöðvaþykktin þar næst á milli, síðan fituþykkt og þá lögun vöðvans. Af þessum 100 hrútum sem þarna birtast eru 44 synir sæðingastöðvahrútanna. Flesta syni á Börkur 13-952 frá Efri-Fitjum eða 4 og síðan eiga þeir Brúsi 12-970, Kjarni 13-927, Ebiti 13-971 og Vinur 14-966 3 hrúta hver.
 
Að lokum
 
Það eru vissulega óvissutímar í framleiðslu á lambakjöti þar sem afurðaverð hefur hrapað. Mikil og góð umræða hef­ur skapast um þróun á úrvinnslu vör­unnar og markaðsmálum sem vonandi skilar sér í auknum krafti á þeim vettvangi. Heyrst hefur kvart yfir of stórum lærum og þungum skrokkum.  Þar hefði maður haldið að felist tækifæri frekar en vandamál. Okkar verkefni er áfram að reyna að framleiða gæðavöru á sem hagkvæmastan hátt. Mikilvægur liður í því er að halda áfram að rækta öflugt afurðafé sem skilar gæðavöru.  
 
Gleðileg jól.
 
Smellið á töflurnar til að stækka þær.
 
„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...