Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Áberandi framsækni er hjá framleiðendunum, ekki síst hinum smærri.
Áberandi framsækni er hjá framleiðendunum, ekki síst hinum smærri.
Á faglegum nótum 21. desember 2021

Matarhandverk garðyrkjubænda fyrir jólin

Höfundur: Ingólfur Guðnason

Færst hefur í vöxt að íslenskir grænmetisframleiðendur stundi úrvinnslu afurða sinna og bjóði neytendum nýstárlegar vörur. Í raun er alveg ótrúlegt hversu mikil gróskan er.

Bæði stærri og smærri framleiðendur og fyrirtæki taka þátt í þessari þróun, oft í samvinnu við listræna hönnuði umbúða og vöruframsetningar. Óþarft er að benda á hversu hentugar þessar vörur eru í jólapakkana.

Smáframleiðendur í fararbroddi

Áberandi framsækni er hjá framleiðendunum sjálfum, ekki síst hinum smærri. Þeir hafa sýnt að þeir eru færir um að útbúa margar og frumlegar afurðir úr sinni ræktun sem styður við afkomu þeirra og eykur áhuga neytenda.

Nokkrir þeirra hafa komið sér upp aðstöðu sem uppfyllir allar kröfur heilbrigðisyfirvalda en aðrir fá inni í vörusmiðjum þar sem viðurkennda aðstöðu er að finna. Þróunarvinna bak við vörur sem þessar er tímafrek og getur verið kostnaðarsöm. Aukning í framleiðslu á unnum afurðum garðyrkjubænda sýnir í verki hvers þeir eru megnugir, þar er engan bilbug að finna og jákvæðar móttökur neytenda hvetja þá til enn frekari dáða.

Nýjar söluleiðir og framsetning á matarhandverki

Vefverslun er leið sem framleiðendur nota í auknum mæli. Hægt er að kaupa á netinu margar afurðir, bæði ferskt grænmeti en þó einkum þær afurðir sem hafa verið unnar samkvæmt hugviti og kunnáttu hvers framleiðanda. Aðrar og enn skemmtilegri leiðir eru einnig farnar til að koma vörum á markað.

Dæmi um skemmtilega nýbreytni er bíll smáframleiðenda á Norðurlandi vestra sem hópur framleiðenda notar til að koma sinni vöru til neytenda. Bæði er hægt að panta vörur á netinu og fá þær afhentar í bílnum sem hefur ákveðna viðkomustaði, eða kaupa vörur beint úr bílnum. Bíll smáframleiðenda verður til að mynda staðsettur á Ketilási í Fljótum 16. desember, á Hofsósi þann 17. og á Sauðárkróki og Varmahlíð í Skagafirði 18. desember. Sérverslanir með sælkeravöru leggja líka áherslu á að hafa til reiðu úrvalsvöru frá íslenskum matarfrumkvöðlum.

Samtök smáframleiðenda matvæla er félagsskapur sem vinnur að hagsmunamálum framleiðenda á öllum sviðum og koma fram fyrir þeirra hönd. Félagsmenn stunda margvíslegt matarhandverk, bæði úr ræktuðu grænmeti og villtum íslenskum jurtum, sem og fjölbreyttum kjöt- og mjólkurafurðum. Einnig er í boði villibráð, framandi og forvitnilegir sveppir og íslenskir villisveppir, fjallagrös, söl og hampvörur svo eitthvað sé nefnt. Samvinna og samheldni einkennir alla þessa frumkvöðlavinnu.

Vöruúrvalið vekur athygli

Þegar kemur að úrvali matarhandverks úr smiðju garðyrkjubænda vekur fjölbreytnin og frumleikinn sérstaka athygli. Hér eru nefndar nokkrar afurðir þeirra, en þó aðeins brot af því sem í boði er: Kryddsmjör, smurostar með íslensku grænmeti, grænmetischutney, súrsað og mjólkursýrt grænmeti í ýmsum útfærslum, rabarbarasultur og rabarbarakaramellur, jarðarberja- og hindberjasultur, tómatsósur, rauðrófubuff, byggbuff og aðrar byggafurðir, tómatsúpa, blómkálssúpa, repjuolía, gúrkusalsa, hampte og hampbjór, chilisultur, grenisíróp, hunang, bývax og vörur unnar úr bývaxi, baðsalt, pestó af mörgum gerðum, pastasósur, tilbúin marinering á kjöt og fisk, jurtate, þurrkaðar kryddjurtir, grillsósur og kryddsósur af ýmsu tagi.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...