Lóga þarf hrúti
Bóndi þarf að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á riðuveiki.
Matvælaráðuneytið úrskurðaði nýlega í máli bóndans, sem býr á Norðurlandi vestra. Samkvæmt tilkynningu frá Matvælastofnun lá fyrir að hrúturinn hafi haft samgang við riðuveika kind og gæti því hugsanlega verið smitberi. „Eftir að riðutilfelli greindist í Miðfjarðarhólfi vorið 2023 fór fram smitrakning sem leiddi þetta í ljós. Eina leiðin til að finna út úr því væri krufning og athugun á heilavef hrútsins. Þess vegna krafðist Matvælastofnun afhendingar hans,“ segir í tilkynningu frá stofnuninni.