Fjölskyldan í Strandarhjáleigu fóru klyfjuð verðlaunagripum frá Landsmóti. Elvar Þormarsson situr Pensil frá Hvolsvelli. Elimar Elvarsson á Sölku frá Hólateigi, sem urðu í öðru sæti í barnaflokki, og Eik Elvarsdóttir á Blæ frá Prestsbakka, sem höfnuðu þriðju í unglingaflokki. Móðirin Hulda Dóra stendur stolt hjá þeim.
Fjölskyldan í Strandarhjáleigu fóru klyfjuð verðlaunagripum frá Landsmóti. Elvar Þormarsson situr Pensil frá Hvolsvelli. Elimar Elvarsson á Sölku frá Hólateigi, sem urðu í öðru sæti í barnaflokki, og Eik Elvarsdóttir á Blæ frá Prestsbakka, sem höfnuðu þriðju í unglingaflokki. Móðirin Hulda Dóra stendur stolt hjá þeim.
Mynd / hf
Fréttir 18. júlí 2024

Árangurinn kom á óvart

Höfundur: Hulda Finnsdóttir

Fjölskyldan í Strandarhjáleigu í Rangárþingi eystra átti góðu gengi að fagna á nýafloknu Landsmóti.

Systkinin Eik og Elimar Elvarsbörn voru bæði í A-úrslitum í sínum flokkum og faðir þeirra, Elvar Þormarsson, var einnig að keppa á mótinu og reið A-úrslit í fimmgangi og B-flokki á sunnudeginum. Það var því í mörg horn að líta og óhætt að segja að spennustigið hafi verið hátt þann daginn.

Þau Elimar og Eik hafa verið í kringum hross allt sitt líf enda kominn úr mikilli hestafjölskyldu. Bæði byrjuðu þau snemma að ríða út og fara í hestaferðir og hafa undanfarin ár bætt við keppninni og staðið sig vel.

Elimar mætti með sex vetra hryssuna Sölku frá Hólateigi í barnaflokkinn á Landsmóti. Voru þau efst eftir sérstaka forkeppni, í þriðja sæti eftir milliriðla og nældu sér síðan í silfrið í A-úrslitunum.

„Salka er mjög góð og hefur verið það frá því hún var bara trippi. Við erum búin að vera frekar stutt saman en það er búið að ganga mjög vel. Það er bara svo skemmtilegt á hestbaki og vera með skemmtilegu fólki og skemmtilegum hestum,“ segir Elimar, sem er mjög ánægður með árangurinn á mótinu en þau systkini eru sammála um að mótið hafi gengið framar björtustu vonum.

„Þetta er búið að vera voða mikil gleði og hamingja. Algjörlega æðislegur dagur,“ bætir systir hans við. Eik endaði í þriðja sæti í unglingaflokki á Blæ frá Prestsbakka sem er 17 vetra. „Hann er algjör meistari. Hann veit hvenær hann er að fara í keppni og er alltaf tilbúinn að gera allt. Hann er mjög flókinn en það er það sem gerir þetta mjög skemmtilegt. Hann er sá hestur sem hefur kennt mér mest.“

Þau systkinin hafa líka verið að æfa fótbolta með hestunum og segja þau fótboltagenin koma frá mömmu sinni, Huldu Dóru, og hestagenin frá pabba sínum. „Við erum mjög samheldin fjölskylda og hjálpumst mikið að. Það er búið að vera rosalega gaman á Landsmótinu og var alveg geggjað að ríða úrslitin. Að fá allt klappið frá áhorefndunum var frábært. Maður verður mjög stressaður þegar systkini manns er að fara í brautina og hlustaði ég á útsendinguna frá RÚV á meðan ég var að hita upp. Árangurinn kom okkur rosamikið á óvart svo við förum heim mjög glöð,“ segja þau systkinin að lokum.

Skylt efni: Landsmót hestamanna

Úthlutun aflamarks
Fréttir 18. júlí 2024

Úthlutun aflamarks

Nýverið fundaði stjórn Byggðastofnunar vegna fyrirhugaðrar úthlutunar sértæks by...

Lóga þarf hrúti
Fréttir 18. júlí 2024

Lóga þarf hrúti

Bóndi þarf að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á rið...

Árangurinn kom á óvart
Fréttir 18. júlí 2024

Árangurinn kom á óvart

Fjölskyldan í Strandarhjáleigu í Rangárþingi eystra átti góðu gengi að fagna á n...

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi
Fréttir 17. júlí 2024

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi

Ýmislegt bendir til þess að fyrirtækið Háihólmi sé milliliður í innflutningi Kau...

Hestamennska gefur lífinu lit
Fréttir 17. júlí 2024

Hestamennska gefur lífinu lit

Það gustaði um hross kennd við Vöðla í Rangárþingi ytra á Landsmóti hestamanna.

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu
Fréttir 17. júlí 2024

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu

Skrifað var undir nýja landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu í Hörpu á mánudag...

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...