Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Nánast fullkominn fjórhjóladrifinn fjölskyldubíll
Á faglegum nótum 22. desember 2016

Nánast fullkominn fjórhjóladrifinn fjölskyldubíll

Fyrir nokkru kom ég í Bílabúð Benna í forvitnisheimsókn og sá þá nýjan og stærri SsangYong Tivoli XLV á gólfinu hjá þeim, en SsangYong Tivoli, styttri útgáfan, var prófuð í Bændablaðinu í sumar. 
 
Þessi bíll hafði komið daginn áður en ég kom þarna við og fékk ég að prófa bílinn þrátt fyrir að hann hafi ekki enn verið formlega frumsýndur, en það verður væntanlega fyrstu helgina í janúar 2017.
 
Vellíðan ökumanns er greinilega ofarlega í huga hönnunar
 
Strax og ég settist inn í bílinn varð ég hrifinn af ökumannssætinu sem styður vel við bakið og minnir einna helst á sæti í rallýbíl. Fótapláss er gott, upphitað stýri sem hentar vel vetrarkuldanum. Ég var þó hrifnastur af hitakerfinu í ökumanns- og farþegasætunum fram í bílnum, sem er bæði með hita- og kælibúnaði.  
 
Hitinn í sætinu nær alveg upp undir herðablöð, en ekki eins og í flestum bílum, þ.e. rétt upp á mjóhrygg. Sætið er fljótt að hitna, en það eru ekki margir bílar sem bjóða upp á kælingu á framsætunum, en að geta kælt sæti á heitustu dögum er eitthvað sem fáir hafa kynnst. Að geta kælt sitjandann og bakið er hreinn unaður og hressir mann mikið, sérstaklega í langkeyrslu. Sérstaklega hentugt fyrir þá sem eru gjarnir á að verða syfjaðir við akstur. 
 
Mikið lagt upp úr öryggi
 
Flestir framleiðendur bíla leggja æ meira upp úr öryggi ökumanns og farþega og er þessi bíll mjög framarlega ef hugsað er til öryggis. Sem dæmi þá er í bílnum akreinavari sem les málaðar veglínurnar. Meira að segja þar sem vegmerking er varla sýnileg les bíllinn sem vegmerkingu. Neyðarhemlun og árekstrarvari sem hemlar sjálfkrafa við hættulega nálgun. Ef maður nauðhemlar sjálfur kveikir Tivoli XLV sjálfkrafa blikkljósin allan hringinn til að vara aðra við hættunni. Ég prófaði þetta í prufuakstrinum og virkaði vel. 
 
Þegar keyrt er með háu ljósin úti á vegum í myrkri skiptir bíllinn sjálfkrafa ljósgeislanum niður sé bíll að koma á móti og þegar bíllinn sem á móti kom er kominn aftur fyrir skiptir Tivoli XLV aftur á háu ljósin. Hægt er að vera með þrjár stillingar á þunga á stýrinu, létt, miðlungs og þungt, sem hentar vel fyrir mismunandi akstur og akstursskilyrði. Margt fleira er til þæginda og öryggis og má þar helst nefna HSA brekkuhjálp, ARP veltivörn, ESP stöðuleikastýringu, FTCS skriðvörn og margt fleira.
 
Prufurúnturinn í styttra lagi
 
Þegar dagar eru svona stuttir og dagsbirtan ekki nema í skamman tíma vilja prufurúntar hjá mér verða í styttra lagi, en samt náði ég að keyra bílinn tæpa 150 km. 
 
Þrátt fyrir vetrardekk heyrðust nánast engin umhverfishljóð inn í bílinn á malbiki. Á malarvegi fjaðrar bíllinn skemmtilega og tekur vel glettilega stórar holur. Það hjálpaði eflaust að yfirstærð af dekkjum var undir bílnum, en belgurinn á þeim gefur vissa fjöðrun. Sáralítið malarhljóð var að heyra undan botni bílsins. 
 
Sé fjórhjóladrifinu læst er hægt að keyra mjög ákveðið í gegnum beygju á lausum malarvegi án þess að bíllinn renni neitt til. Eflaust hjálpuðu það mikið ný vetrardekkin. Sé skarplega tekið af stað á lausum malarvegi finnur maður vel hvernig fjórhjóladrifið vinnur og bíllinn er snöggur að ná umferðarhraða. 
 
Kostir margfalt fleiri en ókostir
 
SsangYong Tivoli XLV er með 1,6 lítra dísilvél sem skilar 115 hestöflum. Þessi vél er fín í minni Tivoli bílinn sem er undir 1500 kg. Þessi er heldur þyngri og mætti vélin alveg vera 5-10 hestöflum kraftmeiri. Enda býður bíllinn upp á mikla hleðslu sökum mikils rýmis. Miðað við stærð vélarinnar er togkrafturinn í vélinni þó góður, eða 300 (Nm) við 1.500-2.500 snúninga. Dráttargetan er 1.500 kg. 
 
Uppgefin eyðsla í blönduðum akstri er 6,3 lítrar á hundraðið, en samkvæmt aksturstölvu var ég að eyða í blönduðum akstri 7,5 lítrum, sem ég tel ágætt miðað við akstursskilyrði.
 
Farangursrými er mikið og gott aðgengi, en smá ókostur er að það er lítil brún niður á gólfið í farangursrýminu. 
 
Varadekkið er það sem ég kalla „aumingja“, en bíllinn var á nýjum naglalausum vetrardekkjum sem voru aðeins of stór og þau rákust upp í afturbrettin þegar farið var yfir hraðahindranir. 
 
Bakkmyndavélin sýnir vel aftur fyrir bílinn, en er óvenju neðarlega sem þarf að venjast sé borið saman við aðra bíla.
 
Verðið er hagstætt, sérstaklega sé innkaupsverð miðað við sambærilega fjórhjóladrifna bíla. Ódýrasti SsangYong Tivoli XLV er frá 3.990.000 og upp í 5.290.000.
 
Allir SsangYong bílar frá Bílabúð Benna eru með fimm ára ábyrgð, en nánar má fræðast um SsangYong á vefsíðunni www.benni.is. 
 
Helstu mál og upplýsingar:
 
Hæð 1.605mm
Breidd 1.798 mm
Lengd 4.440 mm
 
 

 

6 myndir:

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...