Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Lundaveiðar leyfðar
Mynd / Pascal Mauerhofer-Unsplash
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27. júlí til 11. ágúst.

Samkvæmt lögum er lundaveiði heimil frá 1. júlí til 15. ágúst. Umhverfis- og skipulagsráðið telur mikilvægt að stýring veiða taki mið af afkomu stofnsins. Reynsla síðastliðinna ára hafi sýnt að þeir fáu dagar sem lundaveiði er heimiluð séu nýttir til að viðhalda þeirri menningu sem fylgi veiðinni og úteyjalífi. Frá þessu er greint í fundargerð ráðsins.

Þar kemur fram að lundaveiðimenn hafi sýnt ábyrgð í veiðum undanfarin ár. Veiðifélögin eru jafnframt hvött til að standa vörð um sitt nytjasvæði og upplýsa sína félagsmenn um að ganga fram af hófsemi.

Í stofnmati kemur fram að samdráttur hafi verið í lundastofninum undanfarna tvo áratugi og að veiðar væru sennilega stofnvistfræðilega ósjálfbærar, en lundar fjölga sér hægt.

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...