Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Birkifræ
Birkifræ
Á faglegum nótum 3. október 2022

Söfnun og sáning á birkifræi

Höfundur: Guðmundur Halldórsson

Verkefnið Söfnun og sáning á birkifræi er samstarfsverkefni Landgræðslunnar og Skógræktarinnar og hófst árið 2020. Að baki verkefninu stendur öflugur samstarfshópur fyrirtækja og frjálsra félagasamtaka ásamt stofnununum tveimur.

Guðmundur Halldórsson

Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst áratuginn 2021-2030 áratug endurheimtar vistkerfa.

Talið er að við landnám hafi þekja birkiskóga verið um 25% af heildarflatarmáli landsins. Við lok nítjándu aldar má heita að stefnt hafi í gjöreyðingu birkiskóga hér á landi. Með lögum um skógrækt og varnir gegn uppblæstri lands hófst skipulagt starf við að vernda leifar birkiskóga og efla útbreiðslu þeirra. Það starf hefur skilað þeim árangri að nú er þekja birkiskóga um 1,5%.

Bonn-áskorunin

Nú hafa stjórnvöld sett sér það markmið að við lok ársins 2030 hafi heildarútbreiðsla birkis náð 5% af flatarmáli landsins. Þar er átt við bæði gamla og uppvaxandi skóga. Þetta er liður í alþjóðlegu átaki, svokallaðri Bonn- áskorun, um aukna útbreiðslu skóga í þágu náttúrunnar og samfélaga fólks. Auk þess er endurheimt birkiskóga snar þáttur í áætlunum stjórnvalda um aðgerðir til að auka kolefnisbindingu, draga úr kolefnislosun og stuðla að jarðvegsvernd.

Verkefnið Söfnun og sáning á birkifræi er liður í þessu átaki. Með verkefninu er í raun verið að nýta getu birkisins til að dreifa sér með sjálfgræðslu. Útbreiðsluaukning birkiskóga frá byrjun síðustu aldar er að mjög miklu leyti að þakka sjálfgræðslu birkis með fræi.

Máíþví sambandi nefna góðan árangur við endurheimt birkiskóga á Þórsmörk og svæðum þar í kring. Þegar friðun þess svæðis hófst var ekki annað eftir af hinum fornu skógum en nokkrar torfur. Nú er svæðið þakið skógi. Einnig má benda á birkiskóginn sem nú er að vaxa upp á Skeiðarársandi. Það svæði var skóglaust eftir Skeiðarárhlaupið árið 1996 en nú er þar að vaxa upp einn af stærstu birkiskógum landsins, eingöngu með sjálfgræðslu.

Ilmbjörk

Markmið að efla útbreiðslu birkis

Verkefnið Söfnun og sáning á birkifræi hefur ekki eingöngu það markmið að efla útbreiðslu birkis. Reynslan hefur sýnt að þátttaka almennings og skilningur á mikilvægi landbótaaðgerða er lykillinn að árangri. Verkefnið gefur almenningi færi á að leggja sitt af mörkum til landbótastarfs og stuðlar þannig að auknum skilningi á mikilvægi landbótastarfs í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.

Tökum þátt í að safna birkifræi í haust og annaðhvort sáum því sjálf í valin svæði eða skilum því í sérstaka merkta kassa í Bónusverslunum eða Olísstöðvum um allt land. Deilum myndum og frásögnum á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #birkifræ og notum @birkifræ til að tengja innleggin samfélagsmiðlum fræsöfnunarinnar.

Skylt efni: Skógrækt | birkifræ

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...