Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Íslenski hópurinn kom reynslunni ríkari af ráðstefnunni Nordic Organic Fair sem haldin var í Malmö í nóvember.
Íslenski hópurinn kom reynslunni ríkari af ráðstefnunni Nordic Organic Fair sem haldin var í Malmö í nóvember.
Mynd / Aðsendar
Á faglegum nótum 13. desember 2023

Stórefla norrænt samstarf

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir, verkefnastjóri Lífræns Íslands.

Lífrænt Ísland tók í fyrsta sinn þátt í norræna sýningar- og ráðstefnuviðburðinum Nordic Organic Fair í Malmö í Svíþjóð, dagana 15.–16. nóvember síðastliðinn.

Á bás íslenska hópsins var fjölbreytni lífrænt vottaðra vara sem framleiddar eru hérlendis gerð góð skil og voru fjölmargir sýningargesta sem lögðu leið sína á básinn til að skoða vöruframboðið og taka samtalið. Ljóst var að mikill áhugi var meðal gesta á því starfi sem unnið er hér heima.

Nordic Organic Fair er beint að framleiðendum, söluaðilum, frumkvöðlum og fleirum innan lífrænnar ræktunar og þeim sem framleiða vörur með sjálfbærni að leiðarljósi. Sýningunni er skipt upp í tvö aðskilin rými, annars vegar fyrir matvörur og hins vegar fyrir snyrtivörur. Í matvöruhlutanum var sérstakt rými með sýnishornum fyrir grænmetisætur og einnig sérsvæði fyrir frumkvöðla. Um 500 fyrirtæki taka þátt víðs vegar að úr heiminum og hlaupa vörutegundirnar sem kynntar eru á þúsundum báða dagana. Þar fyrir utan var þétt ráðstefnudagskrá í snyrtivöruhluta sýningarinnar en einnig í matvöruhluta hennar á aðalsviðinu. Einnig var vinnustofa fyrir frumkvöðla og veitt sérstök nýsköpunarverðlaun á sýningunni.

Á bás íslenska hópsins var fjölbreytni vottaðra vara sem framleiddar eru hérlendis.

Dagskrá sýningarinnar hófst á pallborðsumræðum fulltrúa allra Norðurlandanna, sem IFOAM (Alþjóðasamband lífrænna landbúnaðarhreyfinga) stóð fyrir. Eygló Björk Ólafsdóttir, formaður VOR, var fulltrúi Íslands. Þar kom meðal annars fram að þrátt fyrir að lífrænar vörur hafi átt undir högg að sækja undanfarin misseri vegna efnahagsástands í heiminum þá sé sala þeirra aftur á uppleið og sé það ekki síst vitund neytenda að þakka. Krafa fólks sé almennt að geta neytt heilnæmra matvara, þar sem dýravelferð, sjálfbærni og virðing fyrir umhverfinu sé höfð að leiðarljósi. Einnig voru fulltrúar Norðurlandanna sammála um að fyrir lífræna geirann sé mikilvægt að hafa öfluga málsvara og djarfa stjórnmálamenn sem setji sér ákveðna sýn og stefnu fyrir málaflokkinn. Með öðrum orðum, mikilvægt sé fyrir lífræna geirann að hafa alltaf rödd úti í samfélaginu.

Þar að auki voru fyrirlestrar um kolefnisspor í lífrænni ræktun sem er í langflestum tilfellum minna en í hefðbundnum landbúnaði. Fulltrúi frá Euromonitor fjallaði um nýjar leiðir í átt að árangri sem vakti mikla athygli gesta og farið var yfir hvaða vörur munu njóta mestra vinsælda árið 2024.

Þar að auki áttu fulltrúar frá Austurríki sviðið á einum fyrirlestri þar sem farið var yfir stöðu mála þar í landi frá víðu sjónarhorni og markaðsaðstæður í Kína voru kynntar á ráðstefnunni. Framtíð matvæla, heilsa fólks og málefni jarðarinnar voru einnig mikilvæg umræðuefni.

Í snyrtivöruhluta sýningarinnar voru ekki síður áhugaverð erindi þar sem meðal annars var farið yfir hagkerfi snyrtivöruheimsins og möguleika lífrænna snyrtivara inn á þá markaði. Hvaða þýðingu vottanir hafa í þessum flokki ásamt ábyrgð framleiðenda í þeim efnum. Einnig var komið inn á sjálfbærnistefnur og nýsköpun innan snyrtivörugeirans ásamt því að farið var yfir hvernig best sé að miðla náttúrulegri og lífrænni fegurð rétt til neytenda.

Það er óhætt að segja að íslenski hópurinn sé reynslunni ríkari eftir ferðina og uppfullur fróðleiks á mörgum sviðum. Nýjar tengingar sköpuðust dagana tvo, bæði við aðila frá Norðurlöndunum og frá fleiri löndum en óhætt er að fullyrða að sýningin sé alþjóðleg þar sem fulltrúar frá yfir 40 löndum voru á staðnum. Sérstaklega ánægjulegt var að kynnast nýju fagfólki á Norðurlöndunum og stórefla tengslin því það er æði margt sem við getum lært og heimfært upp á okkur í því starfi sem þar er unnið. Það var einnig mjög hvetjandi að sjá og finna alla þá grósku sem er í lífræna geiranum um heim allan, bæði hjá rótgrónum fyrirtækjum en einnig hjá frumkvöðlum sem eru óþreytandi að finna upp nýjar vörur og nýta hráefni sem annars væri hent. Það er ljóst að gróskan er mikil og vaxandi sem veitti okkur í íslenska hópnum byr undir báða vængi í þeirri trú að lífrænt er svo sannarlega framtíðin.

Sýningin fer fram í Stokkhólmi á næsta ári, dagana 9.–10. október.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...