Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Tæplega 50 aðilar taka þátt í Hagagæðum
Mynd / HKr.
Á faglegum nótum 26. mars 2019

Tæplega 50 aðilar taka þátt í Hagagæðum

Höfundur: Bjarni Maronsson
Árið 2017 stofnuðu Landgræðsla ríkisins og Félag hrossabænda, verkefnið „Hagagæði“. Megin­tilgangur verkefnisins er að stuðla að sjálfbærri nýtingu beitarlands og auka ábyrgð landnotenda sem vörslumanna lands. Einnig að auka umhverfisvitund landeigenda og landnotenda og um leið tryggja velferð hrossa. 
 
Bjarni Maronsson.
Gott landlæsi landnotenda er grundvöllur sjálfbærrar land­nýtingar. Þátttaka í verkefninu er valfrjáls. Standist beitarland þátttakenda sett úttektarviðmið, fá þátttakendur viðurkenningarskjal því til staðfestingar. Þátttakendur geta orðið hrossabændur og aðrir, sem halda hross í atvinnuskyni og/eða til brúkunar í tómstundum. Héraðsfulltrúar Landgræðslunnar annast úttektir beitarlanda og hafa umsjón með „Hagagæðum“. 
 
Haustið 2017 var fyrsta starfsár „Hagagæða“ og hlutu þá 44 bú viðurkenningu fyrir sjálfbæra landnýtingu. Árið 2018 héldu þau bú öll áfram í verkefninu og 4 ný bú bættust við og urðu þátttökubú þá 48 talsins.
 
 
Þátttaka og kynning
 
Árið 2018 var fjöldi þátttökubúa  mestur á Norðurlandi vestra, 22 talsins. Þar af eru 14 bú í Skagafirði. Á Norðurlandi eystra eru sjö bú, fimm vestanlands og 14 á Suðurlandi. Búunum fjölgaði um 4 frá árinu 2017. 
 
Gert var logo fyrir „Hagagæði“ og útbúið viðurkenningarskjal til þátttakenda í verkefninu. Einnig fengu þátttakendur merki  (límmiða) „Hagagæða“, sem þeir geta notað til að merkja bíla, hestakerrur eða annað, sem þeim þykir henta.
 
  
Ferðaþjónustubú hafa hag af þátttöku
 
Eftirsóknarvert er fyrir þá, sem halda hross í atvinnuskyni, s.s. hestaleigur og ferðaþjónustur, að öðlast þá viðurkenningu sem felst í þátttöku í „Hagagæðum“. Fyrsta ferðaþjónustubúið hóf þátttöku 2018. Sama gildir um sveitarfélög, hestamannafélög og aðra, sem eiga eða hafa umsjón með hrossabeitarhólfum. Ekki er sjálfgefið að beitarland allra standist ástandskröfur Hagagæða en þá er mjög brýnt að viðkomandi geri þær úrbætur, sem þarf til að landnýting þeirra sé með sómasamlegum hætti.   
 
Enn finnast víða um land dæmi um ofbeit af völdum hrossa. Oftast er vankunnáttu og skussahætti landnotenda um að kenna. Héraðsfulltrúar Landgræðslu ríkisins bjóða upp á ráðgjöf um landbætur og beitarstýringu til þeirra landnotenda er þess óska.   
 
Bjarni Maronsson,
verkefnisstjóri Hagagæða

4 myndir:

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...