Markmið Hagagæða er að landgæði rýrni ekki við nýtingu beitarlands
Hagagæði er samstarfsverkefni Landgræðslunnar og Félags hrossabænda. Landgræðslan hefur umsjón með verkefninu og annast úttektir lands. Markmið þátttakenda í verkefninu er að landgæði rýrni ekki við nýtingu beitarlands. Þátttakendur geta verið hrossabændur og aðrir sem halda hross í atvinnuskyni eða til brúkunar í tómstundum.