Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Markmið Hagagæða er að landgæði rýrni ekki við nýtingu beitarlands
Fréttir 8. janúar 2021

Markmið Hagagæða er að landgæði rýrni ekki við nýtingu beitarlands

Höfundur: Ingunn Sandra Arnþórsdóttir

Hagagæði er samstarfsverkefni Landgræðslunnar og Félags hrossabænda. Landgræðslan hefur umsjón með verkefninu og annast úttektir lands. Markmið þátttakenda í verkefninu er að landgæði rýrni ekki við nýtingu beitarlands. Þátttakendur geta verið hrossabændur og aðrir sem halda hross í atvinnuskyni eða til brúkunar í tómstundum.

Landeigendur sem þess óska geta tekið þátt í Hagagæðum en beitarland þeirra þarf að standast úttekt Landgræðslunnar. Úttektir gilda fyrir yfirstandandi ár og fylgir viðurkenning til þátttakenda sem standast úttektina.

Auka ábyrgð og tryggja sjálfbæra nýtingu beitarlands

Tilgangur verkefnisins er að tryggja sjálfbæra nýtingu beitarlands og auka ábyrgð landnotenda sem vörslumanna lands. Einnig að auka umhverfisvitund landeigenda og landnotenda og tryggja velferð hrossa. Þátttakendur geta notað sérstakt merki Hagagæða, starfsemi sinni til framdráttar. Á einkennismerkinu er ártal þess árs sem viðurkenningin á við.

Árið 2020 var fjórða starfsár Hagagæða og stóðust 49 hrossabú úttektarkröfur verkefnisins og hlutu þar með viðurkenningu fyrir sjálfbæra landnýtingu. 

Ingunn Sandra Arnþórsdóttir,

verkefnastjóri Hagagæða

Skylt efni: Hagagæði | landgræðslan

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...