Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Markmið Hagagæða er að landgæði rýrni ekki við nýtingu beitarlands
Fréttir 8. janúar 2021

Markmið Hagagæða er að landgæði rýrni ekki við nýtingu beitarlands

Höfundur: Ingunn Sandra Arnþórsdóttir

Hagagæði er samstarfsverkefni Landgræðslunnar og Félags hrossabænda. Landgræðslan hefur umsjón með verkefninu og annast úttektir lands. Markmið þátttakenda í verkefninu er að landgæði rýrni ekki við nýtingu beitarlands. Þátttakendur geta verið hrossabændur og aðrir sem halda hross í atvinnuskyni eða til brúkunar í tómstundum.

Landeigendur sem þess óska geta tekið þátt í Hagagæðum en beitarland þeirra þarf að standast úttekt Landgræðslunnar. Úttektir gilda fyrir yfirstandandi ár og fylgir viðurkenning til þátttakenda sem standast úttektina.

Auka ábyrgð og tryggja sjálfbæra nýtingu beitarlands

Tilgangur verkefnisins er að tryggja sjálfbæra nýtingu beitarlands og auka ábyrgð landnotenda sem vörslumanna lands. Einnig að auka umhverfisvitund landeigenda og landnotenda og tryggja velferð hrossa. Þátttakendur geta notað sérstakt merki Hagagæða, starfsemi sinni til framdráttar. Á einkennismerkinu er ártal þess árs sem viðurkenningin á við.

Árið 2020 var fjórða starfsár Hagagæða og stóðust 49 hrossabú úttektarkröfur verkefnisins og hlutu þar með viðurkenningu fyrir sjálfbæra landnýtingu. 

Ingunn Sandra Arnþórsdóttir,

verkefnastjóri Hagagæða

Skylt efni: Hagagæði | landgræðslan

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...