Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Markmið Hagagæða er að landgæði rýrni ekki við nýtingu beitarlands
Fréttir 8. janúar 2021

Markmið Hagagæða er að landgæði rýrni ekki við nýtingu beitarlands

Höfundur: Ingunn Sandra Arnþórsdóttir

Hagagæði er samstarfsverkefni Landgræðslunnar og Félags hrossabænda. Landgræðslan hefur umsjón með verkefninu og annast úttektir lands. Markmið þátttakenda í verkefninu er að landgæði rýrni ekki við nýtingu beitarlands. Þátttakendur geta verið hrossabændur og aðrir sem halda hross í atvinnuskyni eða til brúkunar í tómstundum.

Landeigendur sem þess óska geta tekið þátt í Hagagæðum en beitarland þeirra þarf að standast úttekt Landgræðslunnar. Úttektir gilda fyrir yfirstandandi ár og fylgir viðurkenning til þátttakenda sem standast úttektina.

Auka ábyrgð og tryggja sjálfbæra nýtingu beitarlands

Tilgangur verkefnisins er að tryggja sjálfbæra nýtingu beitarlands og auka ábyrgð landnotenda sem vörslumanna lands. Einnig að auka umhverfisvitund landeigenda og landnotenda og tryggja velferð hrossa. Þátttakendur geta notað sérstakt merki Hagagæða, starfsemi sinni til framdráttar. Á einkennismerkinu er ártal þess árs sem viðurkenningin á við.

Árið 2020 var fjórða starfsár Hagagæða og stóðust 49 hrossabú úttektarkröfur verkefnisins og hlutu þar með viðurkenningu fyrir sjálfbæra landnýtingu. 

Ingunn Sandra Arnþórsdóttir,

verkefnastjóri Hagagæða

Skylt efni: Hagagæði | landgræðslan

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...