Tæplega 50 aðilar taka þátt í Hagagæðum
Árið 2017 stofnuðu Landgræðsla ríkisins og Félag hrossabænda, verkefnið „Hagagæði“. Megintilgangur verkefnisins er að stuðla að sjálfbærri nýtingu beitarlands og auka ábyrgð landnotenda sem vörslumanna lands. Einnig að auka umhverfisvitund landeigenda og landnotenda og um leið tryggja velferð hrossa.