Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Framtíð stang- og skotveiða á Íslandi er samofin heilbrigði vistkerfa landsins.
Framtíð stang- og skotveiða á Íslandi er samofin heilbrigði vistkerfa landsins.
Mynd / Jóhann Helgi Stefánsson & Elvar Örn Friðriksson
Á faglegum nótum 1. október 2024

Veiðar, vernd og vistheimt

Höfundur: Jóhann Helgi Stefánsson, sérfræðingur hjá Landi og skógi.

Heilbrigð vistkerfi eru nauðsynleg öllu lífi á jörðinni. Með ágengni sinni hefur mannkynið skaðað og eyðilagt stóran hluta náttúrulegra vistkerfa hér á landi sem og á heimsvísu

Á fyrri öldum var þetta oftar en ekki spurning um lífsafkomu en á undanförnum áratugum hefur mannkynið reynt að betrumbæta náttúruna sem hefur stundum valdið gríðarlegum skaða.

Endurheimt glataðra búsvæða og vernd þeirra sem enn eru eftir ætti að vera forgangsmál allra sem vilja nýta landsins gæði. Ísland er um margt sérstætt land, hér er mikið um sjaldgæfar vistgerðir sem gerir þær til dæmis mikilvæg búsvæði viðkvæmra fuglategunda. Slíka sérstöðu þarf að vernda, enda er það vaxandi áhersla á alþjóðavettvangi að vinna með sérstöðu hvers svæðis, og nýta staðbundnar tegundir við endurheimt vistkerfa og búsvæða, til að vernda líffræðilega fjölbreytni á hverjum stað.

Í umræðu vill það oft verða að nýtingarsjónarmið eru sett til höfuðs verndunarsjónarmiðum. Það er villandi og í raun röng framsetning hlutanna. Veiðifólk er meðal þeirra sem hafa hvað mesta hagsmuni af öflugum vistkerfum og óröskuðum búsvæðum. Alþjóðlega er þróunin á þá leið að samtök veiðifólks eru farin að beita sér í síauknum mæli fyrir verndun og eflingu náttúrulegra vistkerfa. Sem dæmi má nefna Evrópusamtök skotveiðifólks (FACE), Ducks Unlimited í N-Ameríku, og Verndarsjóð villtra laxastofna (NASF) en höfuðstöðvar hans eru hér á landi.

Endurheimt votlendis með því að hækka vatnsstöðuna og að beita aðgerðum til þess að endurheimta votlendisgróður, eykur vatnsgæði og minnkar yfirborðsrennsli sem aftur býr til heilbrigðari búsvæði fyrir tegundir eins og laxinn og silunga. Sömuleiðis gerir endurheimt votlendis heilmikið fyrir þær fjölmörgu tegundir vatnafugla sem eru vinsæl bráð skotveiðimanna, þar sem svæði til fæðuöflunar og dvalar stækka og fjölgar við endurheimt.
Endurheimt þurrlendisvistkerfa með innlendum plöntum eins og birki og víði eykur einnig gæði nærliggjandi straum- og stöðuvatna. Ef um vel heppnaðar endurheimtaraðgerðir er að ræða eykst stöðugleiki svæðisins, sem dregur úr setmyndun í ám, en uppsöfnun sets getur skaðað búsvæði fiska.

Endurheimt birkiskóga, birki- og víðikjarrs, mólendis, og graslendis bætir búsvæði fyrir eftirsóttar tegundir til veiða s.s. rjúpur, hreindýr og refi, þar sem aukning verður á svæðum með næga fæðu og skjól.

Framtíð stang- og skotveiða á Íslandi er samofin heilbrigði vistkerfa landsins. Með því að taka þátt í vistheimt og búsvæðavernd, getur stang- og skotveiðifólk gegnt mikilvægu hlutverki í að vernda hina sérstæðu náttúru og líffjölbreytileika hér á landi. Verndun og nýting fer saman enda höfum við öll hagsmuni af sterkari og heilbrigðari íslenskri náttúru. Reynum að forðast mistök fortíðar, leyfum náttúrunni að stjórna ferðinni og hjálpum henni að hjálpa sér sjálfri.

Skylt efni: vistheimt | Land og skógar

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...