Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Vornámskeið um eldi landnámshænsna
Á faglegum nótum 17. apríl 2019

Vornámskeið um eldi landnámshænsna

Höfundur: HKr.
Eigenda- og ræktendafélag landnámshænsna (ERL) mun halda vornámskeið í maí um flest allt sem mestu skiptir við eldi og ræktun landnámshænsna á smáum hænsnabúum eins og t.d. í þéttbýli.
Félagið hélt námskeið á síðastliðnu hausti, en tæplega 20 manns sátu námskeiðið og komust þar færri að en vildu. Því var ákveðið að fara af stað með annað námskeið 5. maí næstkomandi á vegum ERL í samstarfi við þau Ólaf R. Dýrmundsson og Jóhönnu Harðardóttur. Þau verða leiðbeinendur á námskeiðinu líkt og í haust.
 
Magnús Ingimarsson, ritari ERL, segir að fyrirhugað námskeið verði haldið 5. maí næstkomandi í sal Ásatrúarfélagsins í Síðumúla 15, Reykjavík. Námskeiðið mun standa frá klukkan 10.00 til 16.00 með matarhléi. Þetta er stutt og hnitmiðað námskeið um flest allt sem mestu skiptir við eldi og ræktun landnámshænsna á smáum hænsnabúum, t.d. í þéttbýli.
 
Umfjöllunarefni:
  • Stutt kynning á ERL, sagan í stuttu máli, ábyrgð félagsins, ræktunarmarkmið, vottun og sala.
  • Undirbúningur hænsna­hald­sins, að gera sig tilbúin til að annast hænur og byrja hænsna­búskapinn.
  • Reglugerðir og o.fl. skemmti­legt. Um dýravelferð, hænsna­hald í þéttbýli o.fl. 
  • „Slow food“ verkefnið. Samstarf ERL og Slow food samtakanna
 
Hænan sjálf og ungarnir:
  • Egg og útungun, eggið og þroski fósturs, umhirða eggja til útungunnar og neyslu, undirstaða í að unga út (vélakostur, hita- og rakastig o.fl.)
  • Ungar, klak og fyrstu dagar ungans, ungar teknir inn í kofann. Fóðrun og umhirða unga. Kyngreining.
  • Hænsnavelferð, eftirlit með dýrunum, fóðrun og brynning. Almennt um heilsu hænsnanna, eftirlit með þeim innanhúss sem utan. Umhirða og þrif, fóðrarar og brynnarar, hænsnafóður af ýmsum gerðum. Fóðrun almennt. 
 
Húsakostur og aðbúnaður:
  • Hænsnakofinn og umhverfið. Vel útbúinn hænsnakofi, tækjabúnaður, innréttingar, efni til þrifa, undirlag á gólf og í kassa. Verklagsleiðbeiningar.
  • Umhirða. Dagleg, vikuleg og árstíðabundin umhirða hænsnanna
  • Sjúkdómar og varnir. Heilsa hænsnanna, gátlisti. Um helstu kvilla og varnir gegn þeim. Slátrun.
  • Að njóta samvistanna. Ham­ingju­samar hænur og eigendur:  gagnlegar pæl­ingar um hænsnahald, t.d. í þéttbýli, ráð til að auðvelda hænsnahaldið og gera það vistvænna og skemmtilegra.
  • Landnámshænan (skemmtilega hænan) og vinir hennar – saga ræktunarinnar. Upphaf og ástæða, saga, ábyrgð ræktandans, samfélagið.
  • Fyrirspurnir og ráðgjöf – auðvitað er svo líka tekið við fyrirspurnum og rætt það sem gestum liggur á hjarta.
 
„Það eru allir velkomnir en nauðsynlegt er að skrá sig og því fyrr því betra,“ segir Magnús. Námskeiðsgjald er 7.500 krónur, en félagsmenn greiða aðeins 5.000 kr. Skráning fer fram hjá Jóhönnu Harðardóttur í síma 566-7326 eða á netfanginu johanna@hlesey.is.
 
Endurbætt heimasíða og félagið komið á Facebook
 
„Ný og endurbætt heimasíða félagsins, www.haena.is, fór í loftið í síðustu viku. Þar verður sett inn auglýsing fyrir námskeiðið sem dæmi. Við hvetjum fólk til að kíkja þarna inn og skoða ýmsan fróðleik sem síðan hefur að geyma.
 
Þá er félagið komið með Facebook-síðu undir heitinu Eigenda- og ræktendafélag landnámshænsna. Þetta er svokölluð „Like“ síða, þar sem komið verður inn tilkynningum til félagsmanna, áhugamanna og velunnara um viðburði eða annað sem þurfa þykir,“ segir Magnús Ingimarsson.
 
„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...