Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Myndin sýnir þróun í framleiðslukostnaði dilkakjöts. Hæð hverrar súlu táknar framleiðslukostnað hvers árs. Litaði hluti súlunnar táknar samsetningu á tekjum bænda hvert ár. Ólitaði hluti súlunnar táknar þær tekjur sem
vantar upp á til að standa undir framleiðslukostnaði.
Myndin sýnir þróun í framleiðslukostnaði dilkakjöts. Hæð hverrar súlu táknar framleiðslukostnað hvers árs. Litaði hluti súlunnar táknar samsetningu á tekjum bænda hvert ár. Ólitaði hluti súlunnar táknar þær tekjur sem vantar upp á til að standa undir framleiðslukostnaði.
Mynd / Bændasamtök Íslands, 2023
Af vettvangi Bændasamtakana 1. september 2023

1. flokks bændur með 3. flokks afkomu!

Höfundur: Trausti Hjálmarsson, formaður deildar sauðfjárbænda

Það hefur ekki farið framhjá neinum sem fylgst hefur með þróun sauðfjárbúskapar síðustu árin að bændur hafa á undanförnum árum dregið verulega úr framleiðslu dilkakjöts.

Trausti Hjálmarsson

Fyrir því liggja ýmsar ástæður. Léleg afkoma er, í flestum tilfellum, sú ástæða sem hefur mest áhrif á ákvarðanir bænda um að
ýmist draga saman framleiðsluna og eða að hætta. Afkoman hefur verið léleg og er enn.

Margir benda á að bændur séu að eldast og að ungt fólk taki ekki við búum. Þannig hefur það verið í langan tíma. Ástæðan er einföld, afkoma af sauðfjárbúskap hefur ekki verið í lagi. Ungt fólk mun ekki sækja í búskap, þegar erfitt er að sjá framtíðina, glæsta og góða, starfandi í atvinnugrein sem ekki stendur undir þeim kröfum nútímans sem fólk gerir til lífsgæða.

Það er orðið löngu tímabært að sauðfjárbændur geri sömu kröfur um lífsgæði og aðrar starfandi stéttir þessa lands. Bændur eiga ekki að sætta sig við að þeim séu gerð önnur skilyrði og lakari heldur en þeim sem starfa í jafnmikilvægum störfum í íslensku samfélagi.

Frá árinu 2017 hefur ríkið, fjórum sinnum, komið með viðbótargreiðslur til sauðfjárbænda vegna bágrar stöðu greinarinnar. Það er vel, en sauðfjárbændur hafa ítrekað bent á þá staðreynd að engin þessara aðgerða hefur raunverulega tekið á stöðunni, bætt afkomu greinarinnar og byggt undir framtíð hennar.

Nú þurfa alþingismenn og ráðherrar okkar að horfa inn á við og velta fyrir sér sínum eigin orðum um sjálfbærni þjóðar. Ríkisstjórnin þarf að horfast í augu við sín eigin markmið um eflingu landbúnaðar á Íslandi. Það er líklegt að hún verð torveld leiðin til aukinnar sjálfbærni, ef ekki er hlúð að þeim landbúnaði sem við höfum og vitum að við erum góð í.

Samkvæmt útreikningum Bændasamtakanna vantar núna árið 2023 um 300–400 krónur á hvert kíló dilkakjöts að meðteknum ríkisstuðningi til þess eins að standa undir rekstrarkostnaði. Það hljóta allir að sjá og skilja að þetta getur ekki gengið svona lengur.

Það er liðinn sá tími að íslenska ríkið, afurðastöðvar í kjötiðnaði og íslenskir neytendur geti reitt sig á að sauðfjárbændur haldi ótrauðir áfram að framleiða dilkakjöt án eðlilegrar afkomu. Nú verður að gera eitthvað í þessari stöðu því hún er grafalvarleg.

Það er alveg stórfurðulegt að á sama tíma og allt bendir til þess að birgðir af lambakjöti verði í sögulegu lágmarki við upphaf sláturtíðar; að framleiðsla ársins í ár verði 3–500 tonnum minni en á síðasta ári; áframhaldandi fækkun verði í stétt sauðfjárbænda og minnkandi ásetningur, að þá ætli ríkið sér að skauta framhjá vandanum með því að þora ekki að ræða hann og afurðastöðvar í kjötiðnaði þora ekki að standa með markaðnum og láta lögmál hans ráða för.

Með áframhaldandi fjölgun ferðamanna og stöðugum vinsældum lambakjöts á borðum Íslendinga þá ættum við að vera að horfa á stórsókn íslenskra sauðfjárbænda með ráðherra matvæla og afurðastöðvar í kjötiðnaði í broddi fylkingar.

Það hefur verið bent á að samkvæmt búvörulögum þá ber ríkinu skylda til að tryggja bændum viðunandi kjör, til þess eru búvörusamningar að skapa búgreininni viðunandi rekstrarskilyrði. Það hefur ekki verið gert og væri gott fyrir sauðfjárbændur að fá að vita hvers vegna það er. Sauðfjárbændur hafa jafnframt bent afurðastöðvum í kjötiðnaði á þá staðreynd að ein meginforsenda fyrir rekstri kjötafurðastöðva er sterk staða frumframleiðenda.

Batni ekki afkoma bænda er ljóst að, innan skamms tíma, verður ekki þörf á þjónustu allra þeirra afurðastöðva sem nú eru starfandi.

En, nei, enginn virðist ætla að þora að gera það sem þarf að gera til að tryggja sauðfjárbændum viðunandi afkomu. Kjarkurinn virðist vera brostinn.

Bændur hafa kjark til að sækja fram, hverjir vilja vera með?

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
Lesendarýni 20. desember 2024

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll

Í lok nóvember sl. stóðu Bændasamtökin fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn um ...

Hið rétta um raforkuna
Lesendarýni 19. desember 2024

Hið rétta um raforkuna

Við hjá Landsvirkjun höfum bent á það í rúman áratug að nauðsynlegt sé að vinna ...

Verðugur launa sinna
Lesendarýni 16. desember 2024

Verðugur launa sinna

Það hefur löngum þótt sjálfsagður hlutur að veiðimenn á vegum sveitarfélaga séu ...

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum
Lesendarýni 13. desember 2024

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum

Nú er hreyfing í garðinum sem umlykur Listasafn Árnesinga í Hveragerði og bæjarb...

Þankar um loftslagsvegvísi bænda
Lesendarýni 11. desember 2024

Þankar um loftslagsvegvísi bænda

Í síðasta Bændablaði er fjallað um loftslagsvegvísi bænda og losun frá landbúnað...

Minkaveiðiátak
Lesendarýni 10. desember 2024

Minkaveiðiátak

Þegar ég var ungur maður fyrir hátt í mannsaldri síðan sagði móðir mín, sem var ...

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland
Lesendarýni 2. desember 2024

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland

Að nytja eitthvað er að hafa gagn af einhverju, mega nota sér til framdráttar á ...