Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Halldóra Kristín Hauksdóttir.
Halldóra Kristín Hauksdóttir.
Af vettvangi Bændasamtakana 28. desember 2023

Landbúnaður og jól

Höfundur: Halldóra Kristín Hauksdóttir, formaður búgreinadeildar eggjabænda.

Það er ýmislegt sem tengir saman landbúnað og jól, fleira en það að frelsari vor Jesús Kristur var lagður í jötu í fjárhúsum við fæðingu.

Í minningunni hjá mér er margt annað sem tengir saman landbúnað og jól. Í sveitinni þar sem ég var uppalin var jólamessa kl. 16, en ekki kl. 18 eins og víðast hvar, til þess að bændur gætu gengið til gegninga að lokinni messu.

Bóndinn verður að ganga í sín daglegu verk hvað sem dagatalið og klukkan segir. Menn reyna þó að hagræða störfum þannig að hægt sé að njóta hátíðanna.

Á jólum hefur ávallt tíðkast að gera sérstaklega vel við sig í mat og drykk. Þá var einnig hugað að því að allar skepnur fengju sem bestan viðurgerning.

Mér finnst einnig að ákveðin matarlykt fylgi jólunum, áður fyrr var það sérstaklega af hangikjöti og oft vegna matreiðslu á rjúpum, nú síðar meir af hamborgarhrygg og purusteik og síðan kalkún og nautakjöt sem tengjast oft áramótunum. Hér áður fyrr var ekki mikið verið með grænmeti sem meðlæti. Eplalyktin minnir ekki lengur á jólin en „ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi“ sem fyrr og minnir okkur á jólin og gerir okkur eftirvæntingarfull.

Þannig eru flestar okkar landbúnaðarvörur beint og óbeint tengdar jólunum. Ekki má gleyma rjóma og eggjum sem sérstaklega er mikið notað af á þessum tíma í t.d. kökubakstur og ísgerð. Jafnframt eru bændur í dag farnir að rækta í auknum mæli greni og furu sem jólatré sem eru síðan upplýst með íslenskri sjálfbærri orku.

Varðandi eggjaframleiðslu, eða þá grein sem ég er í forsvari fyrir, er þetta helst að segja að framleiðslan gekk almennt vel á árinu og markaðurinn virðist vera í góðu jafnvægi. Heilbrigði varphænsna er gott, þökk sé hversu vel er staðið að uppeldi og ræktun stofnsins.

Þá fagna ég því að eggjaframleiðendur hafa nú lokið því verkefni að hafa alla varpfulga í lausagöngu. En um var að ræða umfangsmiklar breytingar á regluverki um aðbúnað og hollustuhætti sem Matvælastofnun hefur eftirlit með. Sú framkvæmd krafðist verulegra framkvæmda og var mjög kostnaðarsöm. Eggjaframleiðsla, eins og flest allar búgreinar í landbúnaðinum, eiga nú í verulegum rekstrarerfiðleikum vegna hárra vaxta ásamt miklum hækkunum á öllum aðföngum.

Vonandi ber okkar ráðamönnum gæfa til þess að skapa bændum það starfsumhverfi sem nauðsynlegt er með tollvernd og öðrum aðgerðum þannig að við getum um ókomna tíð gætt okkur á íslenskum gæðamat á jólum sem og aðra daga.

Í tilefni jólaföstunnar læt ég þessa fallegu vísu fylgja með.

Jólafastan bjartan ber
boðskap helgra tíða
fögnuð ríkan færir þér
frið og alúð blíða
(Ingólfur Ómar Ármannsson)

Eru áhrif koltvísýrings á loftslagið ofmetin?
Lesendarýni 2. janúar 2025

Eru áhrif koltvísýrings á loftslagið ofmetin?

Viðurkennt er að koltvísýringur (CO2) getur fangað ákveðna tíðni varmaútgeisluna...

Sólarorka – fortíð, nútíð og framtíð
Lesendarýni 2. janúar 2025

Sólarorka – fortíð, nútíð og framtíð

Geislar sólarinnar voru í aldaraðir nýttir til beinnar upphitunar híbýla. Elstu ...

Er aukefnunum ofaukið?
Lesendarýni 30. desember 2024

Er aukefnunum ofaukið?

Ég (Anna María) bjó lengi í Danmörku, en eftir að hafa flutt til Íslands fór ég ...

Við áramót
Lesendarýni 30. desember 2024

Við áramót

Við áramót er gott tilefni til að hyggja að þeim atriðum sem hæst ber í blóðnytj...

Flekkur kom úr langferð á jólaföstu
Lesendarýni 27. desember 2024

Flekkur kom úr langferð á jólaföstu

Hér á bæ fæddist svartflekkóttur lambhrútur 14. maí 2021, fremur smár tvílembing...

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
Lesendarýni 20. desember 2024

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll

Í lok nóvember sl. stóðu Bændasamtökin fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn um ...

Hið rétta um raforkuna
Lesendarýni 19. desember 2024

Hið rétta um raforkuna

Við hjá Landsvirkjun höfum bent á það í rúman áratug að nauðsynlegt sé að vinna ...

Verðugur launa sinna
Lesendarýni 16. desember 2024

Verðugur launa sinna

Það hefur löngum þótt sjálfsagður hlutur að veiðimenn á vegum sveitarfélaga séu ...