Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Systkinin Anna Sigríður og Sumarliði Erlendsbörn frá Skarði taka við verð- launum fyrir besta veturgamla hrút ársins 2022 samkvæmt kynbótamati Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.
Systkinin Anna Sigríður og Sumarliði Erlendsbörn frá Skarði taka við verð- launum fyrir besta veturgamla hrút ársins 2022 samkvæmt kynbótamati Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.
Mynd / Aðsendar
Skoðun 13. nóvember 2023

Dagur sauðkindarinnar

Höfundur: Hulda Brynjólfsdóttir, fh. Félags sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu.

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu var haldinn í reiðhöllinni Skeiðvangi á Hvolsvelli þann 14. október síðastliðinn. Fjöldi fólks kom á staðinn og fjölmargar fallegar kindur sömuleiðis.

Hulda Brynjólfsdóttir.

Dómar hófust fyrir hádegi, en eftir hádegi var bestu lömbunum raðað í sæti og gat þá fólk fengið að koma við og þukla. Niðurstöður í þeim fjórum flokkum sem keppt var í voru eftirfarandi, en efstu lömbum úr dómum var stillt upp saman og raðað eftir átaki.

Í flokki hyrndra gimbra var gimbur frá Efri-Rauðalæk efst með 45,5 stig þegar allar einkunnir eru lagðar saman, þar af 10,0 fyrir frampart og 19,0 fyrir læri. Í öðru og þriðja sæti voru gimbrar frá Teigi í Fljótshlíð með 19,5 fyrir læri og 45,5 og 46,0 heildarstig.

Í flokki kollóttra gimbra voru þessir bæir aftur með í efstu sætum, en efsta gimbrin var frá Teigi. Hún var með 46,5 heildarstig þar af 19,5 fyrir læri. Í öðru sæti var gimbur frá Sólvöllum en þar eru ungir bændur nýbúnir að taka við búi. Þeirra gimbur var líka með 19,5 fyrir læri og fékk 45,5 stig í lokaeinkunn. Í þriðja sæti var gimbur frá Efri-Rauðalæk með 45,5 stig og 19,0 fyrir læri.

Í flokki hyrndra hrúta var í efsta sæti hrútur frá Kaldbak á Rangárvöllum með 89,5 stig en átakið setti hann í efsta sætið, því í næstu tveimur sætum voru hrútar með 90 stig. Allir fengu þeir 19,5 fyrir læri en hrúturinn í þriðja sæti var líka frá Kaldbak og hann fékk 10,0 fyrir bak. Í öðru sæti var hrútur frá Kirkjulæk í Fljótshlíð.

Kollóttu hrútarnir voru fæstir en feikna góðir gripir mættu þar til sýningar eins og í hinum flokkunum. Í efsta sæti var hrútur frá Teigi með 90 heildarstig og þar af 19,5 fyrir læri. Í öðru sæti var hrútur frá ungu bændunum á Sólvöllum með 89,5 stig og í þriðja sæti hrútur frá Efri-Rauðalæk, einnig með 89,5 stig.

Aron Dyröy Guðmundsson frá Efri-Rauðalæk stoltur með fallegan platta frá Gunnhildi Art og Guðni Jensson í Teigi hugsi með sína gimbur í 2. sæti.

Ýmislegt fleira var gert en að bera saman bestu hyrndu og kollóttu lömbin, en litfegursta lambið var valið af áhorfendum og fékk verðlaun fyrir útlit sitt. Verðlaun voru veitt fyrir ræktunarbú ársins 2022, besta veturgamla hrútinn og bestu fimm vetra ána samkvæmt kynbótamati 2022.

Allir verðlaunagripirnir eru málaðir plattar sem Gunnhildur Art málaði og eru þeir hver og einn algjört listaverk. Hún málaði einnig tvo farandgripi sem eru veittir fyrir besta veturgamla hrútinn og bestu fimm vetra ána og mun hann ganga á milli næstu árin. Þökkum við Gunnhildi kærlega fyrir hennar listafögru gripi.

Að þessu sinni var kynnt stuttlega hvernig forystukindur eru dæmdar og var eitt lamb og ein fullorðin ær dæmd eftir dómskalanum sem til er hjá RML fyrir forystufé. Sá dómur var þó einungis til gamans og ekki skráður.

Þá voru margir glæsilegir happdrættisvinningar dregnir út og afhentir á meðan fólk var á staðnum. Þökkum við þeim fjölmörgu sem styrktu hátíðina með happdrættisvinningum.

Þá viljum við sérstaklega þakka Sláturfélagi Suðurlands fyrir þeirra stuðning, en þeir gáfu öllum gestum kjötsúpu og einnig fékk þykkasti bakvöðvi sýningarinnar lambalæri í verðlaun sem SS gaf.

Við þökkum þeim fjölmörgu sem gerðu þennan dag svona skemmtilegan með því að koma með kindur og til að horfa á kindur.
Sjáumst að ári.

Hulda Brynjólfsdóttir,
fh. Félags sauðfjárbænda
í Rangárvallasýslu.

Viðar Steinarsson á Kaldbak kampa- kátur með verðlaunin fyrir besta hyrnda hrútinn.
Tómas Jensson í Teigi og Guðjón Helga-
son, faðir Hönnu Valdísar á Sólvöllum, með efstu kollóttu hrútana.
Litfegursta lambið er valið af áhorfendum og að þessu sinni var gimbur frá Núpi fyrir valinu. Ungu bændurnir, Erla Rún og Fríða Rós, tóku á móti verðlaununum í öruggri fylgd pabba síns, Bjarka Guðmundssonar.
Kolbrá Lóa Ágústsdóttir tók við glæsilegum nýjum farandgrip fyrir bestu
fimm vetra ána samkvæmt kynbóta- mati RML. Þær eru báðar frá Vestra-Fíflholti í Landeyjum.
Nokkrar geitur komu á sýninguna og til gamans var ákveðið að setja ómtækið á hryggvöðvann á hafurskiði. Hryggvöðvinn á honum mældist 18 mm en til samanburðar var þykkasti bakvöðvinn 44 mm.

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...

Hinn glæsilegi árangur
Skoðun 14. nóvember 2023

Hinn glæsilegi árangur

Mér líður satt að segja hálf hjárænulega að setjast við skriftir um þrasið og ós...

Dagur sauðkindarinnar
Skoðun 13. nóvember 2023

Dagur sauðkindarinnar

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu var haldinn í reiðhöllinni Skeiðvangi á...

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum
Skoðun 1. ágúst 2023

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum

Í fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunar og í grein Ragnars Jóhannssonar, ranns...

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu
Skoðun 8. júní 2023

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu

Við lifum á óstöðugustu og hættulegustu tímum síðan síðari heimsstyrjöldinni lau...