Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Fyrsta skurðgrafan á Íslandi. Priestman Cub skurðgrafan tók til starfa í Garðaflóa á Akranesi 1. júní 1942, síðar í Innri-Akraneshreppi og Borgarfjarðarhéraði. Veturinn 1943–1944 var grafan lánuð Akranesbæ og notuð sem bryggjukrani við að landa fiski. Gagnsemi gröfunnar reyndist mikil strax frá fyrsta degi. Hún var keypt til landsins að tilstuðlan Þórðar Ásmundssonar, útgerðarmanns á Akranesi og Björns Lárussonar, bónda á Ósi í Skilmannahreppi. Grafan stendur hér við fyrstu viðgerðarþjónustu- skemmu Vélasjóðs í Garðaholti á Akranesi. Myndin er líklega tekin um 1980, en grafan var þá í umsjón Karls Auðunssonar fyrsta, starfsmanns þjónustunnar. Grafan er nú í geymslu hjá Þjóðminjasafni Íslands.
Fyrsta skurðgrafan á Íslandi. Priestman Cub skurðgrafan tók til starfa í Garðaflóa á Akranesi 1. júní 1942, síðar í Innri-Akraneshreppi og Borgarfjarðarhéraði. Veturinn 1943–1944 var grafan lánuð Akranesbæ og notuð sem bryggjukrani við að landa fiski. Gagnsemi gröfunnar reyndist mikil strax frá fyrsta degi. Hún var keypt til landsins að tilstuðlan Þórðar Ásmundssonar, útgerðarmanns á Akranesi og Björns Lárussonar, bónda á Ósi í Skilmannahreppi. Grafan stendur hér við fyrstu viðgerðarþjónustu- skemmu Vélasjóðs í Garðaholti á Akranesi. Myndin er líklega tekin um 1980, en grafan var þá í umsjón Karls Auðunssonar fyrsta, starfsmanns þjónustunnar. Grafan er nú í geymslu hjá Þjóðminjasafni Íslands.
Lesendarýni 26. október 2022

80 ár frá komu skurðgröfunnar til Íslands

Höfundur: Ásmundur Ólafsson, fyrrv. framkvæmdastjóri Dvalarheimilisins Höfða á Akranesi.

Þann 16. febrúar 2012 skrifaði ég grein í Bændablaðið til að minnast þess að 70 ár voru liðin frá komu fyrstu skurðgrafanna til Íslands.

Ásmundur Ólafsson.

Skurðgröfurnar tvær voru af gerðinni Pristman Cub, en þær voru settar saman í kolaporti Þórðar Ásmundssonar á Akranesi, en samsetninguna annaðist Eirik Eylands vélfræðingur og hjálparmaður hans, Karl Auðunsson á Jaðri á Akranesi, en Karl varð síðar eftirlits- og viðgerðarmaður Vélasjóðs ríkisins. Eirik van fyrst með gröfunni þann 1. júní 1942 í Garðaflóa á Akranesi.

Eins og kunnugt er hleyptu gröfurnar af stað byltingu í framræslu mýra og stóraukinni túnrækt víða um land. Einnig voru þær notaðar við landanir á fiski með góðum árangri.

Lá undir skemmdum

Eftir margra ára notkun sótti Karl Auðunsson vélina og gerði hana upp fyrir landbúnaðarsýningu. Meðal annars hafði hann skorið út á fjöl nöfn þeirra manna sem unnið höfðu á vélinni.

Þegar hér var komið sögu barst Pétri G. Jónssyni hjá Þjóðminjasafni Íslands þetta til eyrna, en hann brást þegar við og bjargaði gröfunni frá glötun. Pétur kom gröfunni fyrst í hús í Árbæjarsafni, en síðar í geymslu Þjóðminjasafnsins í Kópavogi.

Bjargráð

Bjarni Guðmundsson, forstöðumaður Búvélasafnsins á Hvanneyri, ræddi á þessum árum við þáverandi þjóðminjavörð, Þór Magnússon, um úrbætur og viðgerð gröfunnar ásamt væntanlegri varðveislu.

Síðar mun safnið hafa ætlað að bjóða gröfunni verðugt húsaskjól á vegum Búvélasafnsins og þá í samvinnu við Þjóðminjasafnið.

Ár og áratugir líða og ekkert hefur orðið af framkvæmdum við að bjarga vélinni; hún lá í nokkur ár óvarin að mestu í bragga Þjóðminjasafnsins við Vesturvör í Kópavogi, en nú mun hún hafa verið flutt í varðveisluhúsnæði safnsins austur á Eyrarbakka.

Efndir

Loforð Búvélasafnsins á Hvanneyri og Þjóðminjasafns Íslands hafa ekki verið efnd, þ.e. að vinda bráðan bug að því að gera þessa sögufrægu skurðgröfu upp og koma henni í varanlegt skjól, væntanlega á Hvanneyri, þar sem hún myndi sóma sér vel sem einn af sýningargripum Búvélasafnsins.

Hún hefði sæmt sér vel sem sýningargripur á Landbúnaðarsýningunni í Laugardal nú í lok október 2022; vonandi mun hún í framtíðinni verða til sýnis á Landbúnaðarýningum, þar sem hún á svo sannarlega að eiga sinn afmarkaða bás.

Skylt efni: saga vélar

Af virðingu við landið
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Af virðingu við landið

Í aðdraganda kosninga erum við ítrekað minnt á að margar stærstu áskoranir samfé...

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni

Eru hjúkrunarheimili á landsbyggðinni með viðunandi fjármögnun? Er tilefni til a...

Vegleysur á Vestfjörðum
Lesendarýni 18. nóvember 2024

Vegleysur á Vestfjörðum

Sem frambjóðandi á ferð fór ég akandi um Vestfirði um helgina. Vegur um Strandir...

Kosningar og hvað svo?
Lesendarýni 15. nóvember 2024

Kosningar og hvað svo?

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins birtu Bændasamtök Íslands áskorun til frambjóð...

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu
Lesendarýni 13. nóvember 2024

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu

Það er stór ábyrgðarhluti stjórnvalda að reyna að tryggja að atvinnugreinar séu ...

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara
Lesendarýni 12. nóvember 2024

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara

Eyrnamörk eða fjármörk eru, eins og margir þekkja, skurðir í eyru á fé til að sk...

Stoð atvinnulífs og lykill að framtíðarfæðuöryggi
Lesendarýni 11. nóvember 2024

Stoð atvinnulífs og lykill að framtíðarfæðuöryggi

Landbúnaður hefur löngum verið ein af burðarstoðum atvinnulífs í Norðausturkjörd...

Hnignun ESB
Lesendarýni 8. nóvember 2024

Hnignun ESB

„Evrópusambandið líkist Sovétríkjunum í vestrænum fötum“, á Mikhail Gorbasjov að...