Fyrsta íslenska stálskipið
Í lok árs 1953 hófst smíði á nýjum dráttarbát fyrir Reykjavíkurhöfn í Stálsmiðjunni í Reykjavík. Með því hófst nýr kafli í íslenskri iðnaðarsögu, en fram að því hafði ekkert stálskip verið smíðað hérlendis.
Í lok árs 1953 hófst smíði á nýjum dráttarbát fyrir Reykjavíkurhöfn í Stálsmiðjunni í Reykjavík. Með því hófst nýr kafli í íslenskri iðnaðarsögu, en fram að því hafði ekkert stálskip verið smíðað hérlendis.
Árið 1947 var fyrsti vinningur í happdrætti SÍBS fjögurra manna flugbátur af gerðinni Republic Sea-Bee, sem gat lent á landi og vatni. Ung systkini úr Reykjavík áttu vinningsmiðann og gerðust eigendur flugvélar, tveggja mánaða og fjögurra ára gömul.
Pálmi Jónsson fór um land allt og útbjó lokræsi í ræktarlandi bænda með plógi smíðuðum á Íslandi. Plógurinn er enn til, en Pálmi, sem verður níræður í sumar, vann síðast á honum 82 ára gamall. Plógurinn sker ferhyrningslaga streng undir yfirborðinu, færir til hliðar og skilur eftir ferstrent ræsi.
Á Torfastöðum í Fljótshlíð er Rússajeppi af árgerð 1956. Hann er því einn af þeim elstu á landinu þar sem Bifreiðar og landbúnaðarvélar hófu innflutning á GAZ Rússajeppum í nóvember 1955.
Þórhallur Steinsson, fyrrverandi bóndi í Sumarliðabæ, var frumkvöðull í innleiðingu nýrrar tækni í landbúnaðartækjum. Þórhallur tók við búi í Sumarliðabæ árið 1972 og var þar bóndi til ársins 1995.
Hólmar Bragi Pálsson, áður búsettur á Minni-Borg í Grímsnesi en nú á Selfossi, vann árið 1962 á Massey Ferguson 702, sem var fyrsta traktorsgrafan sem kom til landsins frá þessum framleiðanda.
Sigurður Lyngberg Magnússon verktaki gerði út jarðýtur, valtara og aðrar vinnuvélar á byggingarsvæðum í Reykjavík á síðustu öld.
Eftir seinni heimsstyrjöld byrjaði að koma skriður á vélvæðingu í íslenskum landbúnaði. Þorgils Gunnlaugsson man vel eftir því þegar nýr Farmall A kom á Sökku í Svarfaðardal árið 1946, þegar hann var fjórtán ára. Sú vél breytti miklu þegar kom að heyskap, en fram að því höfðu verið notaðar hestasláttuvélar og handafl.
Gunnlaugur M. Sigmundsson er forfallinn áhugamaður um gamla herjeppa. Flestir tengja þessi ökutæki við framleiðandann Willys, en á meðan síðari heimsstyrjöldinni stóð náði áðurnefndur framleiðandi ekki að anna gífurlegri eftirspurn og því voru þeir einnig smíðaðir af Ford. Hann á einn úr smiðju Ford, árgerð 1941, með lágt serial- númer og því má áæ...
Fyrir utan einbýlishús skammt frá Laugardalslauginni stendur traktorsgrafa sem er orðin að kennileiti. Þessi grafa er af gerðinni JCB 3D II og var framleidd árið 1979. Hannes Rútsson hefur átt hana frá því árið 1993 og hefur haldið henni í góðu ástandi alla tíð.
Sólskríkjan er hópferðabíll smíðaður í Reykholti veturinn 1976-77. Hún var lengi í notkun hjá Jóni Árna Sigfússyni við skólaakstur við Mývatn, hálendisferðir o.fl. Fyrir nokkrum misserum var hún flutt aftur á sínar upprunaslóðir Borgarfirði með þeirri von að varðveita hana og koma í nothæft ástand.
Lambavatn á Rauðasandi er eini bærinn á Vestfjörðum sem hefur stundað markvissa kornrækt á seinni árum. Til þess að geta nýtt byggið sem fóður er nauðsynlegt að hafa aðgang að vélum sem geta þreskt á haustin. Þess vegna eru tvær þreskivélar á Lambavatni og mjög líklegt að þær séu þær einu sem hafa verið í notkun á Vestfjörðum.
Þann 16. febrúar 2012 skrifaði ég grein í Bændablaðið til að minnast þess að 70 ár voru liðin frá komu fyrstu skurðgrafanna til Íslands.
Rúlluvél af gerðinni Claas Rollant 44 var nýlega flutt á Landbúnaðarsafnið til varðveislu. Sú rúlluvél var tekin í notkun í lok sumars árið 1982 í Nesi í Reykholtsdal af feðgunum Bjarna Guðráðssyni og Sigurði Bjarnasyni.
Núverandi eigandi jarðýtunnar, sem er átta tonna International Harvester TD-8 B, er Jón Valgarðsson, bóndi á Eystra-Miðfelli.