Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Fjarvera búgreinasambandanna
Lesendarýni 5. apríl 2018

Fjarvera búgreinasambandanna

Helgina 9. til 12 mars fór fram glæsileg fagkeppni um Kjötmeistara Íslands og óska ég Oddi Árnasyni frá Sláturfélagi Suðurlands innilega til hamingju með sigurinn. 
 
Einnig óska ég öllum öðrum sigurvegurum til hamingju með sín verðlaun. Virkilega glæsileg keppni og vel að henni staðið. 
 
Guðráður G. Sigurðsson.
Keppni eins og þessi endurspeglar oft það sem er að gerast á markaði og sást það vel á þeim vörum sem voru í keppninni núna. Fleiri vörur voru með sem henta öllu því ferðafólki sem heimsækir okkur, eins og t.d. þurrkað kjöt. Voru dómarar keppninnar ekki í öfundsverðir af hlutverki sínu. Landbúnaðarráðherra mætir og afhendir verðlaun og sú athöfn gaf samkomunni sterkan og fallegan blæ. 
 
Eitt er það sem angrar mig
 
En það er eitt sem er að angra mig og hefur gert lengi. Það er mæting fulltrúa búgreinasambandanna (Landssamband kúabænda, Landssamtök sauðfjárbænda, Félag kjúklingabænda, Svínaræktarfélag Íslands og kjötframleiðendur/ hrossaræktendur á þessa verðlaunaafhendingu. Öllum var boðið að vera viðstaddir og afhenda þau verðlaun sem þeir eru að veita sjálfir. Og hafa alla tíð stutt við Meistarafélag kjötiðnaðarmanna í þessari fagkeppni. Eru kjötiðnaðarmenn þakklátir fyrir það. En eitthvað hefur gerst. Árið 2016 kom engin frá þeim að afhenda þessi verðlaun og skýringin sem þáverandi landbúnaðaráðherra gaf á fjarveru þeirra var að þeir væru að lesa yfir nýjan búvörusamning. 
 
Í ár 2018 kom einungis Hörður Harðarson frá Svínaræktarfélagi Íslands og þakka ég honum innilega fyrir komuna og að hafa sýnt málinu áhuga. 
 
Ég skil þetta ekki 
 
Ég skil þetta ekki alveg, kjötiðnaðarmenn eru í raun einu talsmenn búgreinasambandanna á markaði og þeir einu sem koma kjötafurðum í verð á markað. Gildir þá einu hvort afurðir eru að fara í útflutning, mötuneyti eða í verslun. 
 
Svo virðist sem ekki sé hægt að gefa sér stund til að taka þátt og sjá hvað við kjötiðnaðarmenn erum að gera og hvað margt nýtt er hægt að gera úr þeirra vöru. Kjötiðnaðarmenn vinna allan daginn með það eitt að markmiði að gera sem besta og arðvænlegasta vöru úr öllu því kjöti sem þeir framleiða. Það skiptir ekki máli hver varan er grís, naut, lamb, hross eða kjúklingur. 
 
Alltaf í vörn
 
Mér finnst einsog við séum alltaf í vörn. Við erum alltaf að verja þá vöru sem við setjum á markað en á sama tíma njótum við ekki stuðnings okkar stærstu birgja sem eru kjötframleiðendur. 
 
Mér finnst þögn fulltrúa búgreinasambandanna og fjarvera á hátíð sem þessari vera öskrandi. Hvað veldur veit ég ekki. Ég er viss um að þeir myndu fljótt rísa upp ef íslenskar kjötvinnslur myndu eingöngu fara að skoða afurðir erlendra kjötbirgja. 
 
Getum borið höfuðið hátt
 
Íslenskir kjötiðnaðarmenn og íslenskir kjötframleiðendur geta borið höfuðið hátt þegar kemur að gæðum, bragði og útliti þeirra vara sem við sendum frá okkur. 
 
Slíkt er ekki síst því að þakka að hér er gott kjöt á markaði sem hægt er að gera góða hluti við. Íslenskt kjöt hefur marga góða kosti og hver kjötgerð á sinn hátt. 
 
Vatnið okkar er gott og loftgæði mikil sem hefur mikið með gæði kjötsins að gera. Að sjálfsögðu má ekki gleyma því góða fóðri sem við ræktum hér og hefur marga góða kosti. 
 
Ætla ég ekki að fara í einhver meting um hvað sé best og mest. Það margt mjög vel gert hér og margar vandaðar vörur á markaði. Mig langar samt að sjá meiri samstöðu milli kjötframleiðenda og kjötiðnaðarmanna. 
 
Hlakka til að hitta kjöt­fram­leiðendur við verðlaunaafhendingu í fagkeppninni 2020. Sameinaðir stöndum vér en sundraðir föllum vér.
 
Guðráður G. Sigurðsson kjötiðnaðarmaður.
Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
Lesendarýni 20. desember 2024

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll

Í lok nóvember sl. stóðu Bændasamtökin fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn um ...

Hið rétta um raforkuna
Lesendarýni 19. desember 2024

Hið rétta um raforkuna

Við hjá Landsvirkjun höfum bent á það í rúman áratug að nauðsynlegt sé að vinna ...

Verðugur launa sinna
Lesendarýni 16. desember 2024

Verðugur launa sinna

Það hefur löngum þótt sjálfsagður hlutur að veiðimenn á vegum sveitarfélaga séu ...

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum
Lesendarýni 13. desember 2024

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum

Nú er hreyfing í garðinum sem umlykur Listasafn Árnesinga í Hveragerði og bæjarb...

Þankar um loftslagsvegvísi bænda
Lesendarýni 11. desember 2024

Þankar um loftslagsvegvísi bænda

Í síðasta Bændablaði er fjallað um loftslagsvegvísi bænda og losun frá landbúnað...

Minkaveiðiátak
Lesendarýni 10. desember 2024

Minkaveiðiátak

Þegar ég var ungur maður fyrir hátt í mannsaldri síðan sagði móðir mín, sem var ...

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland
Lesendarýni 2. desember 2024

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland

Að nytja eitthvað er að hafa gagn af einhverju, mega nota sér til framdráttar á ...