Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Hrossaræktin á fljúgandi ferð
Mynd / Oscar Nilsson, Unsplash
Lesendarýni 10. júní 2024

Hrossaræktin á fljúgandi ferð

Höfundur: Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra

Þegar ég var í búfræðinámi á Hvanneyri voru heilmikil átök um stefnuna í hrossaræktinni. Deilt var um hvort og hvernig hross væru flutt úr landi, en þá var kominn mikill áhugi fyrir íslenska hestinum erlendis, ekki síst í Þýskalandi.

Guðni Ágústsson.

Bændur og áhugamenn skiptust í tvær fylkingar, þá sem töldu óvarlegt að flytja út kynbótahross, hryssur og stóðhesta, svo hina sem sögðu að árangurinn byggðist á því að erlendir ræktendur og bændur ættu aðgang að því besta, annars snéru þeir sér að öðrum hrossakynjum. Gunnar Bjarnason, kennari minn og áður hrossaræktarráðunautur og mestur hvatamaður að markaðssetningu íslenska hestsins, sagði okkur að bændur um allan heim gerðu kröfu um það besta og „hjörtum þeirra svipaði saman í Súdan og Grímsnesinu“. Bændum og ræktendum í Þýskalandi dygðu alls ekki geldingar, þetta var fjörug umræða og málfundir haldnir um deilumálið. Við nemendur Gunnars hölluðumst að skoðunum hans og nú sjá flestir að þetta varð að gera svona, enda hesturinn farið sigurför um ríki og álfur.

Hver sigurinn hefur rekið annan á síðustu sjötíu árum, stórstígar framfarir hér heima í ræktun og þekkingu og tamningu hestsins. Allt frá ríkisrekinni stóðhestastöð yfir til hrossabúgarða og stóraukinnar menntunar frá Hólum og Hvanneyri yfir í fjölbrautaskólana. En ekki síst hið frábæra hestafólk sem bæði kann og getur fylgt hestinum eftir. Landsmótin og heimsmeistaramótin með sína stóru sigra og áhuga í öllum heimsálfum og ræktun og reiðmennsku í yfir tuttugu þjóðlöndum. Ísland mekkan og upprunalandið og hingað sækir Íslandshestafólkið það besta í framförum og ræktun á hestinum okkar. Löngu hætt að selja „bykkjur“, aðeins það besta fer á markað og mörg hross, ekki síst stóðhestar og afburðahryssur, seljast dýrum dómum. Hrossabúgarðar að verða jafnmargir í sveitum landsins og kúabúin. Það er gróska í kringum íslenska hestinn.

Nú reisa ferðaþjónustubændurnir Jóhanna og Guðmundur Viðarsson í Skálakoti einangrunar- og sæðisstöð á jörðinni í Efra-Holti undir Vestur- Eyjafjöllum. Hvað boðar þessi nýjung fyrir Íslandshestaheiminn? Enn ein staðfesting þess að við Íslendingar ætlum að vera forystuþjóðin sem býður aðgang að því besta erfðaefni sem markaðurinn ræður yfir. Framtak Skálakotshjónanna er staðfesting þess að andi Gunnars Bjarnasonar svífur yfir vötnunum, kjarkur og þor einkennir svona framsækna og dýra ákvörðun.

Eru áhrif koltvísýrings á loftslagið ofmetin?
Lesendarýni 2. janúar 2025

Eru áhrif koltvísýrings á loftslagið ofmetin?

Viðurkennt er að koltvísýringur (CO2) getur fangað ákveðna tíðni varmaútgeisluna...

Sólarorka – fortíð, nútíð og framtíð
Lesendarýni 2. janúar 2025

Sólarorka – fortíð, nútíð og framtíð

Geislar sólarinnar voru í aldaraðir nýttir til beinnar upphitunar híbýla. Elstu ...

Er aukefnunum ofaukið?
Lesendarýni 30. desember 2024

Er aukefnunum ofaukið?

Ég (Anna María) bjó lengi í Danmörku, en eftir að hafa flutt til Íslands fór ég ...

Við áramót
Lesendarýni 30. desember 2024

Við áramót

Við áramót er gott tilefni til að hyggja að þeim atriðum sem hæst ber í blóðnytj...

Flekkur kom úr langferð á jólaföstu
Lesendarýni 27. desember 2024

Flekkur kom úr langferð á jólaföstu

Hér á bæ fæddist svartflekkóttur lambhrútur 14. maí 2021, fremur smár tvílembing...

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
Lesendarýni 20. desember 2024

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll

Í lok nóvember sl. stóðu Bændasamtökin fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn um ...

Hið rétta um raforkuna
Lesendarýni 19. desember 2024

Hið rétta um raforkuna

Við hjá Landsvirkjun höfum bent á það í rúman áratug að nauðsynlegt sé að vinna ...

Verðugur launa sinna
Lesendarýni 16. desember 2024

Verðugur launa sinna

Það hefur löngum þótt sjálfsagður hlutur að veiðimenn á vegum sveitarfélaga séu ...