Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hugleiðingar á túnaslætti
Lesendarýni 18. ágúst 2017

Hugleiðingar á túnaslætti

Höfundur: Gunnar Þórisson
Í vetur kom fram reglugerð frá ESB um að þeir sem byrjuðu með skepnuhald skyldu gangast undir könnun hvort viðkomandi væri fær um að annast skepnur, bæði andlega og líkamlega. Þetta er gott því dýrin eiga erfitt með að verja sig þó Matvælastofnun sjái um velferð þeirra.
 
Gunnar Þórisson.
Nú í seinni tíð frá hruni og jafnvel fyrr hefur sá sem sér um velferð öryrkja og aldraðra ekki staðið sig sem skyldi eins og alþjóð veit og sér, því oft skýlir heilbrigðisráðherra sér á bak við Alþingi sem ber við peningaleysi. Ef ráðherra væri skylt að fara í gegn um sambærilegt mat og búfjárhaldarar á ESB-svæðinu kæmi ýmislegt í ljós. Víðast hvar þarf fólk að hafa lágmarks réttindi á hitt og þetta en í raun er raunreynsla besta kunnáttan.
 
Á fundi LS í vor hældi landbúnaðarráðherra borgarbörnunum starfsmönnum sínum fyrir ágæti og ekki efaði ég gæði þeirra þá, því fólk í stöðu ráðherra skrökvar varla að þjóð sinni. Að þessu voru 50 vitni. Landbúnaðarráðuneytið virðist ekki ofhaldið fjárhagslega og hlýtur því að sækjast eftir arði af jörðum sínum. Allir þeir sem umgangast grasbíta og hafa viðurværi sitt af þeim vita að vorið er sá tími sem startar afkomu framtíðar búsins. Því hlýtur eitthvað að vanta í þekkingu þessara ágætu borgarbarna ráðherra að auglýsa ekki bújarðirnar strax að vori við losun ábúðar. Eða á að leggja niður búskap án samráðs við sveitarfélög eða aðra er búskap varðar?
 
Samgöngumálaráðherra nefnir aldrei þá skatta er hafa verið lagðir á og eru enn á eldsneyti, gúmmíi, innflutningstolla bifreiða og vsk af ökutækjum og varahlutum þeim viðkomandi. Í hvað fara allir þessir skattar og gjöld? Í vegina? Opinberlega segir enginn að svo sé. Hefur eitthvað verið lagt niður af þessum gjöldum og hversu mikið þá? Spyr sá sem ekki veit.
 
31. júlí 2017
Gunnar Þórisson
 
Kartaflan
Lesendarýni 16. júlí 2024

Kartaflan

Hvað vitum við um kartöfluna? Þessa nytjajurt sem heitir á fræðimáli Solanum tub...

Hraunflóðavarnir og þekking
Lesendarýni 16. júlí 2024

Hraunflóðavarnir og þekking

Nú eru í gangi umfangsmiklir jarðeldar á Reykjanesskaga, hafa þegar verið í gang...

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti
Lesendarýni 5. júlí 2024

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti

Í síðasta eintaki af Bbl. birtist grein um það hvernig öldusveigjan umhverfis Ve...

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra
Lesendarýni 2. júlí 2024

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra

Velferð dýra er ófrávíkjanleg krafa siðmenntaðs samfélags, hvort sem um ræðir gæ...

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn
Lesendarýni 24. júní 2024

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn

Fyrir röskum þremur árum ritaði greinarhöfundur þrjár greinar um landbúnað og sa...

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda
Lesendarýni 21. júní 2024

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda

Ágætu bændur. Í Bændablaðinu þann 16. maí sl. reifaði ég í bréfi til ykkar áhygg...

Af heimanautum og sæðinganautum
Lesendarýni 21. júní 2024

Af heimanautum og sæðinganautum

Mikil notkun heimanauta hefur um langa hríð verið eitt helsta umræðuefni og þræt...

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna
Lesendarýni 21. júní 2024

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna

Strandveiðitímabilið hófst í byrjun maí. Mikil veiði hefur verið enda mikið af f...