Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Í dag blasir það við að framleiðslan er stórlega umfram innanlandsneyslu.
Í dag blasir það við að framleiðslan er stórlega umfram innanlandsneyslu.
Mynd / BBL
Skoðun 4. apríl 2017

Nauðsynlegt að bregðast við

Höfundur: Gunnar Þórisson

Fyrir rúmum 30 árum var Landssamband sauðfjárbænda (LS) stofnað vegna offramleiðslu á kindakjöti miðað við að ekki var sölumöguleiki innanlands á því öllu. Hvað þá að verðið á útflutningnum væri ásættanlegt. Framleiðendur komust að samkomulagi um að takmarka framleiðsluna við rúma innanlandsneyslu.

Þetta var ekki átakalaust og gekk nokkuð nærri sumum. Í dag blasir það við að framleiðslan er stórlega umfram innanlandsneyslu. Þetta var augljóst í fyrra og jafnvel fyrr þegar sláturleyfishafar skertu verð á innleggi um ca 10%.  Miðað við þær birgðir sem til voru haustið 2016 af framleiðslu 2015 og framleiðsla ársins 2016 undir sláturtíðarlok, hefðu þeir sem besta aðstöðu höfðu og aðgang að öllum magntölum og markaðshorfum erlendis átt að hvetja sauðfjárbændur til að draga úr framleiðslu. Þessa aðstöðu hafði stjórn LS.

Reynsla undanfarinna margra ára sýnir að kjöt selst ekki í stórum stíl á viðunandi verði (t.d. 2000 tonn).
Starfsmaður LS hefur verið að kynna lambakjötið og orðið töluvert ágengt eins og í Japan, 1.000 tonn á nokkrum árum. Í dag eru miklar líkur á að það verði aðeins staðgreidd 70% af innlögðu kjöti haust 2017 og afgangurinn verði tekinn í umboðssölu með greiðslu jafnvel ekki fyrr en haustið 2018. Það mun ganga nærri mörgum að verða fyrir 25% til 30% tekjuskerðingu á þeim tíma sem allar stærstu greiðslur eru miðaðar við fljótlega eftir innlögn afurða, bæði hjá bönkum og öðrum viðskiptaaðilum.
Þetta mál verður vonandi tekið fyrir á aðalfundi LS nú í lok mars.

Vegna reynslu minnar af vandræðunum kringum 1980 get ég ekki orða bundist.

16/3.  2017 
Gunnar Þórisson.

Kvenfélög styrkja hinar dreifðu byggðir
Skoðun 12. desember 2024

Kvenfélög styrkja hinar dreifðu byggðir

Kvenfélag Akrahrepps var stofnað 20. desember 1919 af bjartsýnum stórhuga konum.

Kindurnar mínar kolefnisjafna sig sjálfar og ríflega það
Skoðun 9. desember 2024

Kindurnar mínar kolefnisjafna sig sjálfar og ríflega það

Ég fletti Bændablaðinu eins og venjulega. Þar er síðustu misserin mikið skrifað ...

Matur handa öllum
Skoðun 12. nóvember 2024

Matur handa öllum

Nýlega hafa Eyjólfur Ingvi, formaður sauðfjárdeildar BÍ og Margrét Ágústa, framk...

Hin hliðin á peningnum
Skoðun 15. ágúst 2024

Hin hliðin á peningnum

Við þekkjum öll þann einfalda veruleika að það eru tvær hliðar á hverjum peningi...

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...