Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Riðuveiki, íslenskt grænmeti og merkingar matvæla
Mynd / Bbl
Skoðun 19. nóvember 2020

Riðuveiki, íslenskt grænmeti og merkingar matvæla

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson

Riðuveiki hefur nú greinst á fimm bæjum í Skagafirði. Eina ráðið til þess að bregðast við er niðurskurður á smituðu fé. Hugur okkar allra eru hjá þeim bændum og fjölskyldum þeirra sem eru í þessari ömurlegu stöðu. Ég vil treysta því að þeir aðilar sem lenda í þessum hremmingum leiti til Bændasamtakanna ef eitthvað er sem við getum aðstoðað þá með. 

Búið er að ræða við sveitarfélögin á svæðinu um aðkomu Kristínar Lindu Jónsdóttur sálfræðings til að gefa út leiðbeinandi efni um viðbrögð  fyrir þá sem lent hafa í þessum ömurlegu aðstæðum. Þetta verkefni er unnið í samstarfi ráðuneytis landbúnaðar, Bændasamtakanna, Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps. Ég vona að þetta geti veitt aðstoð í  þeim aðstæðum sem uppi eru. Eins vil ég hvetja aðra sem þetta hefur áhrif á varðandi andlega líðan að leita til viðkomandi sveitarfélags eða Bændasamtakanna. Nauðsynlegt er að endurskoða reglugerð nr. 651/2001 um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar. Þetta hefur verið ítrekað við ráðuneytið og vonum við að brugðist verði skjótt við.

Af grænmeti

Talsverð umræða hefur verið í fjölmiðlum undanfarnar vikur vegna skorts á íslenskum agúrkum. Þannig er að margir framleiðendur fóru í að endurnýja og laga húsnæði á sama tíma og fyrir bragðið varð tímabundinn skortur á afurðinni, sem var frekar óheppilegt. Nú er ný uppskera að taka við sér þannig að framboð á gúrkum ætti að verða eðlilegt á næstu dögum. Það sem er athyglisvert í þessari stöðu er að kallað var ítrekað eftir íslensku framleiðslunni þótt enginn tollur eða aðrar takmarkanir væru á innflutningi á þessum vörum. Þetta sýnir okkur að við sem neytendur viljum íslenskt og verðum frekar fúl ef við getum ekki verslað þessa vöru á hverjum degi.  Við getum kannski hugsað þetta sem hvatningu til annarra afurða sem við teljum svo sjálfsagt að við getum gengið að á hverjum degi. Það kannski segir okkur að við þurfum að hlúa betur að framleiðslunni hér heima en ekki drepa hana í stundargleði innflutnings af því að það er svo miklu einfaldara. 

Merkingar matvæla

Mikið hefur verið rætt og ritað í gegnum tíðina um merkingu íslenskra matvæla. Og þá erum við að tala um öll matvæli unnin og fersk, í mötuneytum, á veitingastöðum og í verslunum. Ég tel nauðsynlegt að við  bændur drögum sem flesta að borðinu og komum okkur saman um hvernig merkið á að vera og hvaða skyldur framleiðendur þurfa að uppfylla til að geta notað það og standa svo heilshugar á bak við eitt skilgreint merki íslenskra matvæla. Því þannig er eina leiðin fyrir okkur að aðgreina okkar frábæru vöru frá þeirri innfluttu. Það er með ólíkindum hvernig umræðan getur orðið undarleg en bara nýjasta dæmið er frétt Ríkisútvarpsins á ruv.is þann 17. 11 síðastliðinn en þar er fyrirsögn einnar fréttar „Ítalskur fuglsvængur fannst í íslensku salati“. Hvernig eigum við að skilja svona hluti? Það er kannski vegna þess að varan heitir „Veislusalat“ og er pakkað á Ítalíu. Það hefur bara ekkert með íslenskar afurðir að gera. Enn og aftur, okkar stærsta sóknarfæri í íslenskum landbúnaði er að merkja okkar vörur og aðskilja frá innfluttum svo fólk viti hvað það er að kaupa. 

Íslenskt, já takk …

Skylt efni: Riðuveiki

Matur handa öllum
Skoðun 12. nóvember 2024

Matur handa öllum

Nýlega hafa Eyjólfur Ingvi, formaður sauðfjárdeildar BÍ og Margrét Ágústa, framk...

Hin hliðin á peningnum
Skoðun 15. ágúst 2024

Hin hliðin á peningnum

Við þekkjum öll þann einfalda veruleika að það eru tvær hliðar á hverjum peningi...

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...

Hinn glæsilegi árangur
Skoðun 14. nóvember 2023

Hinn glæsilegi árangur

Mér líður satt að segja hálf hjárænulega að setjast við skriftir um þrasið og ós...

Dagur sauðkindarinnar
Skoðun 13. nóvember 2023

Dagur sauðkindarinnar

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu var haldinn í reiðhöllinni Skeiðvangi á...