Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Heitreykt bleykja frá Kokkhúsi.
Heitreykt bleykja frá Kokkhúsi.
Mynd / Kokkhús
Skoðun 8. október 2020

Þórhildur nýr formaður Samtaka smáframleiðenda matvæla

Höfundur: smh

Þórhildur M. Jónsdóttir, sem starfar hjá Kokkhúsi og BioPol, er nýr formaður Samtaka smáframleiðenda matvæla. Hún var kjörin á stjórnarfundi samtakanna í morgun.

Karen Jónsdóttir fráfarandi formaður óskaði eftir að láta af störfum í vikunni vegna anna.

Nýja stjórn skipa þau Þórhildur M. Jónsdóttir formaður, Svava Hrönn Guðmundsdóttir frá Sælkerasinnepi Svövu er varaformaður, Ólafur Lofsson frá Súrkál fyrir sælkera er meðstjórnandi ásamt Þresti Heiðari Erlingssyni frá kjötvinnslunni Birkihlíð og Auði B. Ólafsdóttur frá Pönnukökuvagninum.

Þórhildur er matreiðslumeistari að mennt og hjá Kokkhúsi starfar hún við eigin framleiðslu á heitreyktri Hólableikju með villijurtum. Hjá BioPol, sem er með höfuðstöðvar á Skagaströnd, hefur hún umsjón með vörusmiðju.

Samtök smáframleiðenda matvæla voru stofnuð 5. nóvember á síðasta ári. Innan þeirra vébanda eru 75 framleiðendur.

Frá stofnfundi samtakanna. Guðrún Hafsteinsdóttir, fundarstjóri, og svo kemur fyrsta stjórnin; Þröstur Heiðar Erlingsson, Guðný Harðardóttir, Svava Hrönn Guðmundsdóttir og Þórhildur M. Jónsdóttir. Á myndina vantaði Karen Jónsdóttur. Mynd / TB

Skylt efni: Smáframleiðsla

Matur handa öllum
Skoðun 12. nóvember 2024

Matur handa öllum

Nýlega hafa Eyjólfur Ingvi, formaður sauðfjárdeildar BÍ og Margrét Ágústa, framk...

Hin hliðin á peningnum
Skoðun 15. ágúst 2024

Hin hliðin á peningnum

Við þekkjum öll þann einfalda veruleika að það eru tvær hliðar á hverjum peningi...

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...

Hinn glæsilegi árangur
Skoðun 14. nóvember 2023

Hinn glæsilegi árangur

Mér líður satt að segja hálf hjárænulega að setjast við skriftir um þrasið og ós...

Dagur sauðkindarinnar
Skoðun 13. nóvember 2023

Dagur sauðkindarinnar

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu var haldinn í reiðhöllinni Skeiðvangi á...