Stærst, mest og minnst í plöntuheimi
Plöntur eru merkilegar lífverur og ýmislegt merkilegt sem rekur á fjörur manns þegar þær eru skoðaðar nánar.
Plöntur eru merkilegar lífverur og ýmislegt merkilegt sem rekur á fjörur manns þegar þær eru skoðaðar nánar.
Bambusrækt á sér langa sögu í Austurlöndum og þar er hann ómissandi hluti af daglegu lífi fólks. Íslendingar þekkja bambus aftur á móti helst sem byggingarefni í húsgögn og sem forvitnileg viðbót í austurlenskri matargerð. Bambusar eru grös og vaxa hraðast allra planta í heiminum.