Yfir tonni af kjöti sóað að ósekju
Ákvörðun Matvælastofnunar um að hafna undanþágubeiðni bónda um að nautgripur, sem hann hafði sent til slátrunar, yrði fargað vegna rangra eyrnamerkinga, var úrskurðuð ógild hjá matvælaráðuneytinu um miðjan desember. Úrskurðurinn er fordæmisgefandi og gæti haft áhrif á úrvinnslu fleiri sambærilegra mála sem komið hafa upp á sama svæði.