Stöðug fækkun sláturlamba
Stöðug fækkun sauðfjár hefur verið á undanförnum árum á Íslandi. Samkvæmt nýjum sláturtölum fækkaði sláturlömbum um tæplega tuttugu þúsund á milli áranna 2021 og 2022 og hefur fækkunin verið samfelld frá 2017. Hins vegar var slátrun á fullorðnum ám mjög sambærileg við síðasta ár, sem þykir benda til þess að áframhald verði í fækkun sláturgripa haus...