Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sauðfé hefur töluvert fækkað á liðnum árum og búist er við að enn fækki í ásetningu fjár í haust.
Sauðfé hefur töluvert fækkað á liðnum árum og búist er við að enn fækki í ásetningu fjár í haust.
Mynd / úr safni
Fréttir 26. ágúst 2021

Um milljón fjár væntanlegt af fjalli í haust

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Sauðfjárbændur búa sig nú undir smölun, en fyrstu leitir og réttir haustsins verða þann 28. ágúst í Brunnavallarétt og Kálfafellsrétt í Suðursveit. Fyrstu stóðréttir verða svo í Miðfjarðarrétt 4. september. (Sjá réttalista á bls. 32–34). Búast má við að með fullorðnu fé og lömbum, sem borin voru á síðast­liðnu vori, komi yfir milljón fjár af fjöllum í haust. Af þessum hóp fer líklega um eða yfir 60% til slátrunar.

Samkvæmt opinberum tölum hefur sauðfé ekki verið færra á Íslandi í 160 ár, eða síðan 1861 þegar talsverð fækkun varð vegna fjárkláða og stofninn fór niður í 327.000. Um síðustu áramót var sauðfé á gjöf samtals 401.420 samkvæmt nýjustu tölum úr mælaborði landbúnaðarins. Sauðfé var 415.847 á árinu 2019 og nam fækkunin á síðasta ári því um 15.123 fjár á milli ára, eða um 3,63%.

Meiri frjósemi nú en fyrir 160 árum
Unnsteinn Snorri Snorrason.

Unnsteinn Snorri Snorrason, sauðfjár­bóndi á Syðri-Fossum í Borgarfirði og ábyrgða­maður sauðfjárræktar hjá Bænda­sam­tökum Íslands, bendir á að hafa beri í huga að með bættum búskaparháttum og betri ræktun er frjósemi fjár í dag mun meiri en var fyrir 160 árum. Algengara er því að ær verði tvílembdar eða þrílembdar en áður þekktist og afurðir hafa því aukist töluvert eftir hverja kind.

Samdráttur í ásetningu þýðir heildarfækkun fjár á afrétti

Samdráttur í ásetningu fjár að hausti veldur því samt að heildarfjöldi fjár á á fjalli hefur verið að dragast saman þrátt fyrir aukna frjósemi. Þá hefur gróðri verið að fara mjög fram á landinu samfara hlýnun og stóraukinni uppgræðslu þannig að verulega ætti því að hafa dregið úr beitarálagi á afréttum.

Meðalþyngd hefur aukist

Meðalþyngd dilka hefur stöðugt verið að aukast. Sem dæmi var fallþungi á hverju lambi að meðaltali 16,31 kg árið 2014, en var komin í 16,89 kg árið 2020, sem er eitt af bestu árum hvað varðar fallþunga. Líklegt er að fallþungi verði nokkuð minni í haust sem mun þá draga eitthvað úr framleiðslu. Ef meðalfallþungi breytist um 100 g þá þýðir það um 50 tonna breytingu á heildar framleiðslu á dilkakjöti.

Þrátt fyrri ágætan árangur í ræktunarstarfinu hafa sauðfjár­bændur átt undir högg að sækja og hafa gagnrýnt lágt afurðaverð á undanförnum árum. Líkur benda því til að sauðfé muni áfram fækka á næstu árum.

Samdráttur í framleiðslu kindakjöts

Kindakjötsframleiðslan hefur verið að dragast saman og nam framleiðslan 9.476.691 kg á síðasta ári og hafði þá dregist saman um 4,3% milli ára. Þarna er bæði um að ræða framleiðslu á dilkakjöti og af fullorðnu fé. Er því spáð að framleiðslan í haust verði heldur minni en á síðasta ári ef ekki kemur til frekari fækkunar fjárstofnsins í landinu. Sömuleiðis er reiknað með einhverjum samdrætti í sölu á innanlandsmarkaði.

Vægi kindakjöts dregst saman á innanlandsmarkaði

Kindakjöt er ekki lengur helsta kjötfæða Íslendinga þar sem alifuglakjöt er orðið mun vin­sælla. Þannig voru seld frá afurðastöðvum á síðasta ári rúm 6.204 tonn af kindakjöti sem var 12,6% samdráttur frá árinu 2019. Hins vegar voru seld tæp 9.039 tonn af alifuglakjöti sem var þó 7,7% samdráttur á milli ára. Salan á kindakjötinu var því ekki nema um 65% af framleiðslunni og var salan á þessari kjöttegund 2.834 tonnum minni en af alifuglakjöti. Það þýðir að kinda­kjötssalan nam tæplega 69% af alifuglakjötssölunni. Að einhverju leyti stafaði neyslu­samdrátturinn 2020 af fækkun ferðamanna vegna Covid-19.

Útflutningur hefur dregist saman

Sveiflum í framleiðslu hefur gjarn­an verið mætt með útflutningi. Hann nam mest um 4.000 tonnum árið 2017 samkvæmt hagtölum sauðfjárræktarinnar, en hefur síðan dregist verulega saman. Á síðasta ári nam hann um 2.300 tonnum. Í lok maí 2021 var hann orðinn um 1.165 kg og hlutfallslega mest var selt til Noregs, eða 39%. Meðalverðið á útfluttu kindakjöti (fob) janúar–maí 2021 var um 800 krónur á kílóið, en það var innan við 700 krónur á síðasta ári. Mest hefur salan verið í bitum sem seljast illa hérlendis eins og frampörtum.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...