Mikil fækkun sauðfjár
Samkvæmt tölum, sem teknar hafa verð saman um fjárfjölda í Grímsnes- og Grafningshreppi má sjá hvað fé hefur fækkað mikið í sveitarfélaginu frá 2013 til dagsins í dag.
Þetta er í takt við það sem er að gerast um allt land, sauðfé fækkar og fækkar. Árið 2013 voru samanlagt 3.696 fjár í Grímsnesi og Grafningi, þar af 2.486 í Grímsnesi og 1.210 fjár í Grafningi. Hefur fénu fækkað jafnt og þétt og nú 2020 er féð komið niður í 1.284 í Grímsnesi og 754 í Grafningi.