Nýr forstjóri MAST telur að viðhorf til eftirlits þurfi að breytast
Hrönn Ólína Jörundsdóttir var á dögunum skipuð í embætti forstjóra Matvælastofnunar. Hún tekur við starfinu af Jóni Gíslasyni, sem gegndi embættinu í 15 ár. Hún segist koma að starfinu með nokkuð frjálsar hendur og er fráfarandi forstjóra þakklát fyrir að skilja borðið eftir hreint en nokkur stór verkefni bíða hennar.