Endurmat á losun gróðurhúsalofttegunda frá ræktarlöndum bænda
Matvælaráðuneytið og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hafa falið Landgræðslunni að stýra endurmati á losun gróðurhúsalofttegunda frá ræktarlöndum bænda. Tilgangurinn er að afla nýrra gagna með uppfærslu á losunarstuðlum fyrir mismunandi jarðvegsgerðir svo bæta megi losunarbókhald Íslands gagnvart alþjóðlegum skuldbindingum í loftslagsmálum.