Langflestir íslenskir kjósendur vilja íslenskt kjöt fremur en erlent
Þrátt fyrir harðan áróður hagsmunaaðila í innflutningi um nauðsyn þess að auka innflutning á „ódýru“ kjöti, þá vill mikill meirihluti íslenskra neytenda fremur íslenskt kjöt en erlent samkvæmt nýrri könnun Gallup. Þetta er líka þrátt fyrir fullyrðingar um að með auknum innflutningi sé fyrst og fremst verið að hugsa um vilja og hag neytenda.