Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas
Klofningur er innan Evrópusambandsins varðandi kaup á gasi og olíu frá Rússlandi. Þykir þetta afar vandræðalegt í ljósi þeirrar hörku sem ESB löndin hafa viljað sýna umheiminum með viðskiptabanni á Rússa vegna Úkraínustríðsins. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tókst ekki að ná samstöðu í málinu á fundi mánudaginn 2. maí.