Heimavinnsla afurða og aukin verðmætasköpun
Í bókunum Dalalíf eftir Guðrúnu frá Lundi er sláturtíðinni gerð góð skil. Nokkuð nákvæmar lýsingar eru á því hvaða störfum heimilisfólk sinnti og hvað var nýtt af skepnunni. Í þá daga efaðist enginn um uppruna matvælanna enda rak stærstur hluti þjóðarinnar bú og framleiddi sín eigin matvæli.