Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Anna Margrét Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Húnaþings og Stranda, að draga fé í dilka.
Anna Margrét Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Húnaþings og Stranda, að draga fé í dilka.
Mynd / Ingimar Sigurðsson
Fréttir 5. febrúar 2016

Áhugi á heimavinnslu matvæla í Austur-Húnavatnssýslu

Höfundur: smh
Nokkrar konur í Austur-Húnavatnssýslu, sem allar koma að búskap með einum eða öðrum hætti, komu saman á dögunum til að ræða möguleika til heimavinnslu matvæla í héraði, með það jafnvel fyrir augum að stofna matarsmiðju. 
 
Ein þessara kvenna er Anna Margrét Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Húnaþings og Stranda, bóndi á Sölvabakka og fyrrverandi ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. „Þetta er nú eiginlega á frumstigi og þessi fundur sem við ætlum að halda á miðvikudaginn [í gær] er fyrsta skrefið. Þá ætlar Óli Þór Hilmarsson, sérfræðingur hjá Matís, að halda erindi um aðstöðu, leyfismál og annað sem þarf að huga að þegar matarsmiðja er stofnuð. Hann hefur mikla reynslu af því að styðja við slík verkefni og er margfróður um vinnslu matvæla og vöruþróun.“
 
Stöllur Önnu Margrétar og forsprakkar hópsins í þessu verkefni eru þær Sigrún Hauksdóttir í Brekku og Selma Svavarsdóttir, sem býr reyndar núna á Blönduósi en stundaði búskap í Syðri-Brekku og á enn þá nokkrar kindur. „Þær sendu sem sagt nokkrum völdum konum póst og upp úr því var haldinn fundur þar sem hugmyndirnar flæddu, allt frá stofnun matarsmiðju út í handverk og markað eða búð, með afurðir í héraði,“ segir Anna Margrét. Hún á von á því að slíkur markaður með afurðir úr sveitinni yrði staðsettur á Blönduósi, enda enginn slíkur markaður þar rekinn. Hún segir það skjóta skökku við í ljósi þess hversu margir ferðamenn eigi leið um bæinn. 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...