Mikilvægar forsendur í búskapnum
Vel er liðið á sumarið sem hefur verið einstaklega fjölbreytt veðurfarslega bæði milli og innan landshluta. Kuldi, væta og þurrkar hafa gert bændum erfitt fyrir á mismunandi árstíðum.
Vel er liðið á sumarið sem hefur verið einstaklega fjölbreytt veðurfarslega bæði milli og innan landshluta. Kuldi, væta og þurrkar hafa gert bændum erfitt fyrir á mismunandi árstíðum.
Það er mikilvægt að taka árlega heysýni og senda í efnagreiningu til að hafa í höndunum yfirlit um efnainnihald og gæði heyjanna. Á grunni niðurstaðnanna má svo skipuleggja fóðrun gripanna og sjá hvers konar kjarnfóður hentar með heyjunum og annað viðbótarfóður sem þarf til að bæta upp það sem vantar í heyin.