Víða kal í túnum norðan heiða
„Það er útlit fyrir að nokkuð verði um kal hér um slóðir, sérstaklega í nýlegum túnum eins og búast má við,“ segir Anna Margrét Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Húnaþings og Stranda.
„Það er útlit fyrir að nokkuð verði um kal hér um slóðir, sérstaklega í nýlegum túnum eins og búast má við,“ segir Anna Margrét Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Húnaþings og Stranda.
Nú er að ljúka vetri sem hefur verið veðrasamari og snjóameiri en vetur undanfarinna ára. Tún hafa sums staðar legið undir snjó og svelli í langan tíma og má búast við kali þar sem svell hafa verið lengst. Það á samt eftir að koma í ljós hve mikið og víða er kalið.