Hvorki salmonella né kampýlóbakter fannst í kjúklingakjöti
Matvælastofnun hefur frá árinu 2018 birt niðurstöður úr skimunum kjöts á markaði fyrir sjúkdómsvaldandi örverum. Nýverið var birt skýrsla fyrir síðasta ár þar sem fram kemur að hvorki salmonella né kampýlóbakter greindist í þeim sýnum sem tekin voru af kjúklingakjöti. Salmonella fannst heldur ekki í svínakjöti.