Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Mikil aukning á kamfílóbaktersýkingum í Danmörku rakin til kjúklingakjöts
Fréttir 26. febrúar 2020

Mikil aukning á kamfílóbaktersýkingum í Danmörku rakin til kjúklingakjöts

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Kampýlóbaktersýkingum fer fjölgandi í Danmörku og hafa aldrei mælst fleiri tilfelli en á síðasta ári, samkvæmt frétt Global Meat. 

Meira en 5.300 ein­staklingar voru greindir með kampýlóbaktersýkingu í Danmörku á árinu 2019. Er þetta mesti fjöldi smittilfella sem sést hefur þar í landi á einu ári og hefur verið nær stöðug aukning í kampýlóbaktersmiti síðan 2012. Talað er um faraldur á síðasta ári og er aukin smittíðni að mestu rakin til sýkinga vegna neyslu á  kjúklingakjöti.

Vitnað er í Evu Møller Noelsen hjá Statens Serium Institude (SSI) sem segir að áður fyrr hafi slík smittilfelli verið fremur sjaldgæf.  Hún segir að aukin tíðni sýkinga megi í langflestum tilfellum rekja til matvæla.

Þá er einnig bent á að aukin tíðni sé vegna smits á kampýlóbakter úr sýktum jarðvegi, sandi, vatni og vegna snertinga við dýr. Í rannsókn sem gerð var á þessum málum fyrir nokkrum árum kom í ljós að aukin tíðni smits af þessum toga átti sér stað í kjölfar vætutíðar og mikilla rigninga. Segir Katrin Kuhn, sem líka starfar hjá SSI, að vegna hlýnandi veður­fars megi búast við að smithættan í náttúr­unni aukist yfir lengra tímabil en bara yfir sumarmánuðina.

Skylt efni: kampýlóbakter

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...