Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Mikil aukning á kamfílóbaktersýkingum í Danmörku rakin til kjúklingakjöts
Fréttir 26. febrúar 2020

Mikil aukning á kamfílóbaktersýkingum í Danmörku rakin til kjúklingakjöts

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Kampýlóbaktersýkingum fer fjölgandi í Danmörku og hafa aldrei mælst fleiri tilfelli en á síðasta ári, samkvæmt frétt Global Meat. 

Meira en 5.300 ein­staklingar voru greindir með kampýlóbaktersýkingu í Danmörku á árinu 2019. Er þetta mesti fjöldi smittilfella sem sést hefur þar í landi á einu ári og hefur verið nær stöðug aukning í kampýlóbaktersmiti síðan 2012. Talað er um faraldur á síðasta ári og er aukin smittíðni að mestu rakin til sýkinga vegna neyslu á  kjúklingakjöti.

Vitnað er í Evu Møller Noelsen hjá Statens Serium Institude (SSI) sem segir að áður fyrr hafi slík smittilfelli verið fremur sjaldgæf.  Hún segir að aukin tíðni sýkinga megi í langflestum tilfellum rekja til matvæla.

Þá er einnig bent á að aukin tíðni sé vegna smits á kampýlóbakter úr sýktum jarðvegi, sandi, vatni og vegna snertinga við dýr. Í rannsókn sem gerð var á þessum málum fyrir nokkrum árum kom í ljós að aukin tíðni smits af þessum toga átti sér stað í kjölfar vætutíðar og mikilla rigninga. Segir Katrin Kuhn, sem líka starfar hjá SSI, að vegna hlýnandi veður­fars megi búast við að smithættan í náttúr­unni aukist yfir lengra tímabil en bara yfir sumarmánuðina.

Skylt efni: kampýlóbakter

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...