Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Með öllum sendingum af kjöti til landsins þurfa að fylgja viðskiptaskjöl samkvæmt Evrópureglugerð frá 2005 um viðbótartryggingu sem Svíþjóð og Finnland fengu á sínum tíma og Norðmenn og Danir fengu svo síðar.
Með öllum sendingum af kjöti til landsins þurfa að fylgja viðskiptaskjöl samkvæmt Evrópureglugerð frá 2005 um viðbótartryggingu sem Svíþjóð og Finnland fengu á sínum tíma og Norðmenn og Danir fengu svo síðar.
Fréttir 9. janúar 2020

Framleiðendur erlendis ábyrgir fyrir sýnatökum og rannsóknum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt reglum um inn­flutning á fersku kjöti sem tóku gildi um áramótin bera innflytjendur ábyrgð á að reglum um salmonellu og kampýlobakter sé fullnægt með vottun um að svo sé. Vottanirnar sjálfar eru svo á ábyrgð framleiðenda og dreifingaraðila erlendis. Eftirlits­aðilar sem eru annaðhvort Matvælastofnun eða Heilbrigðis­eftirlit sveitarfélaga hafa eftirlit með að reglum um sýnatöku og rannsóknir sýna sé fullnægt.

Krafa um frystiskyldu á inn­fluttu kjöti féll niður um síðustu áramót auk þess sem núna má flytja inn hrá egg. Innflytjendur bera ábyrgð á að reglum um salmonellu og kampýlobakter sé fullnægt en staðfesting um að kjöt af kjúklingum og kalkúnum sé ekki smitað af kampýlóbakter og samkvæmt viðbótartryggingum að ekki hafi greinst salmonella í eggjum, svína-, nautgripa-, og alifuglakjöt er á ábyrgð framleiðenda og dreifingaraðila erlendis. Eftirlitsaðilar hafa eftirlit með að sendingum sem berast hingað til lands fylgi rétt skjöl og að þau séu í lagi.

Eftirlitið hjá innflutningsaðila

Dóra S. Gunnarsdóttir, forstöðu­maður Neytendaverndar hjá Matvælastofnun, segir að í kjölfar breytinganna séu að eiga sér stað ákveðnar breytingar á reglum um innflutning á kjöti og eggjum.

Dóra S. Gunnarsdóttir.

„Mast er ekki lengur með svokallað innflutningseftirlit á vörum eins og kjöti og eggjum þar sem þessar vörur eru nú í frjálsu flæði ef þær koma frá EES-löndum.  Þess í stað fer eftirlitið fram hjá þeim aðila sem flytur inn vörurnar og sá sem ætlar að flytja inn kjöt með viðbótartryggingum gagnvart salmonellu þarf að tryggja að sýni sem tekin eru uppfylli kröfur og staðfesta það með viðeigandi skjölum sem eiga að fylgja sendingum.“ 

Að sögn Dóru geta Íslendingar farið fram á viðbótartryggingu af þessu tagi vegna þess hversu góð staðan í landinu er gagnvart salmonellu í þessum afurðum.

„Það þýðir að við höfum fengið samþykkt að við megum gera sömu kröfur til kjöts sem flutt er til landsins og kjöts sem framleitt er innanlands. Með öllum sendingum af kjöti til landsins þurfa því að fylgja viðskiptaskjöl samkvæmt Evrópureglugerð frá 2005 um viðbótartryggingu sem Svíþjóð og Finnland fengu á sínum tíma og Norðmenn og Danir fengu svo síðar. Eitt af þessum skjölum er skjal þar sem framleiðandinn erlendis lýsir því yfir að það hafi verið tekinn ákveðinn fjöldi sýna úr sendingu samkvæmt reglugerð og að rannsóknarniðurstöður sýni að þau hafi reynst vera laus við salmonellu.“

Fjöldi sýna í sendingu hefur aukist

Í reglugerðinni er kveðið á um hversu mörg sýni eigi að rannsaka með tilliti til salmonellu og er það miðað við fjölda eininga í hverri sendingu.

„Dæmi um þetta er að ef eining­arnar af alifuglum í sendingu eru 300 þá þurfa sýnin að vera úr að minnsta kosti 55 einingum.“

Dóra segir að fjöldi sýna nú sé meiri en hann var fyrir breytinguna um áramótin en þá voru færri sýni tekin úr sendingu.

„Við eru því í dag með betra eftirlit með því að það finnist salmonella í sendingunni en áður þar sem í dag eru tekin fleiri sýni. Það er þó ekki þar með sagt að það geti ekki verið salmonella í sendingunni þar sem rannsóknir á sýnum tryggja eingöngu að hún hafi ekki verið í þeim einingum sem voru tekin til rannsóknar. Það má því segja að þrátt fyrir að dekkun sendinganna sé góð þá er hún ekki 100% örugg.“

Aukið eftirlit fyrstu fjóra mánuði ársins

Eins og fyrr segir þá er sýnatakan á ábyrgð framleiðenda /dreifingaraðila kjötsins erlendis en fyrstu fjóra mánuði ársins verður Mast með svokallað aukið eftirlit með innflutningi á kjöti í samvinnu við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.

„Tíminn verður einnig notaður til að þjálfa fólk sem á að sinna þessu eftirliti í framtíðinni. Auk þess munum við taka sýni til sannprófunar á að rannsóknarniðurstöður séu að gefa rétta mynd af sendingum sem koma til landsins. Við munum einnig skoða hvort réttum aðferðum sé beitt við sýnatökuna og hvort notaðar séu viðurkenndar rannsóknaraðferðir.“ 

Ávallt er ábyrgð innflytjenda að tryggja að rétt skjöl fylgi og að loknu tímabilinu með auknu eftirliti mun eftirlitið beinast að því. Tíðni verður byggð á áhættumati og frammistöðu innflytjenda í að uppfylla kröfur. Einnig verða teknar stikkprufur á grundvelli áhættumats af kjöti á markaði.

Íslenskar reglur gilda um kampýlóbakter

Þegar kemur að hugsanlegu smiti af völdum kampýlóbakter er ekki talað um viðbótatryggingar því þar gilda séríslenskar reglur.

„Staða Íslands hvað varðar kampýlóbakter í alifuglum er mjög góð og ein sú besta í heimi. Vegna þess ákváðu stjórnvöld að setja reglur sem segja að ef það á að flytja inn ferska alifuglaafurðir þá þarf framleiðandinn erlendis að sýna fram á að kampýlóbakter hafi ekki greinst í eldis-, slátur- eða afurðasýni.“

Dóra segir að ekki þurfi að taka nema þrjú sýni í sendingu til að athuga með hugsanlegt kampýlóbaktersmit því að sögn dýralækna finnist sýkingin á annað borð þá er líklegt að hún sé til staðar í öllum eldishópnum.

Brotalamir í eftirliti má tilkynna til framleiðslulandsins

„Reynist vera grunur um brotalamir á skjölum sem fylgja sendingum höfum við möguleika á að tilkynna það til viðeigandi eftirlitsaðila í landinu sem varan kemur frá sem geta þá rannsakað málið betur en við höfum tækifæri til,“ segir Dóra S. Gunnarsdóttir, forstöðumaður Neytendaverndar hjá Matvælastofnun.
 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...